Sælir veriðið hugarar og þakka ég ykkur fyrir að þið getið lesið þessa litlu grein sem ég hef skrifað.
Eins og titill þessarar greinar gefur til kynna,þá er ég með umfjöllun um Rocky 4,og eins og flestir vita,þá eru Rocky myndirnar á hverjum sunnudag hjá Skjáeinum. Því ætla ég mér að skrifa smá úrdrátt úr henni (Rocky 4).
Byrjar myndin á því að Rocky hefur verið að velta þeim möguleika fyrir sér að hætta í atvinnumennskuboxi vegna aldurs.
Á þeim tíma sem hann er að hugsa sig um,þá er Rússland búið að finna sér hina fullkomnu ‘'drápsvél’',og heitir sú drápvél (boxari) Ivan Drago.
Hafði hann gífurlegt þol,snerpu og ótrúlegan höggþunga (sem nær sem hæst uppí 200 pund,eða 100kg!
Því efna Rússar og Bandaríkjamenn til bardaga milli Ivans og Apollo Creed sem eins og flestir Rocky aðdáendur vita var vinur Rocky.
Sögðust rússar vera að tefla fram sínum besta boxara til margra ára. Svöruðu bandaríkjamenn í sömu mynt,því Apollo var fyrrverandi heimsmeistarinn.
Því var efnt til bardagans og var hann haldinn í einni af stærstu íþróttahöll Bandaríkjana á þeim tíma.
Sagðist Apollo fyrir bardagann vera í sínu albesta formi og væri ‘'óstöðvandi’'.
Byrja svo bardaginn eftir skemmtilegt söngatriði með James Brown,og ef ég á að gera langa sögu stutta,þá bókstaflega drap Ivan hann Apollo í 2.lotu.
Deyr því Apollo í návist allra sem á staðnum voru,sem voru þar á meðal kona hans,Rocky,áhorfendur og fyrrum þjálfari Apollos.
Verður Rocky því reiður og ákveður að hefna sín á Ivan Drago,og berjast í nafni vinar síns.
Eftir að áskorunin hafði borist til rússana,var ákveðið að bardaginn yrði haldinn í Moskvu.
Mætti Rocky þangað eftir að hafa æft við rússneskar aðstæður,en á meðan fékk Ivan Drago sérstæka þjálfun,þar sem nútímatækni var notuð.
Mætast þeir því í Moskvu og í 1stu lotu hamrar Ivan á Rocky með sínum þungu höggum. Kemur hann útúr öllum lotunum í heilum pörtum og nær með ákveðni að slá Ivan niður. Sigrar hann því og þakkar öllum fyrir það sem þeir gert hafa fyrir hann,og kemur með ræðu um hve fólk getur breyst með því einu að sjá hlutina í réttu ljósi.