Mummy - Hvað er málið?
Mér er fyrirmunað um að skilja aðdráttarafl Múmíunnar. Fyrri myndin var sæmileg afþreying en bauð ekki upp á neitt sem var ekki búið að gera hundrað sinnum áður í bálkinum um fornleifafræðinginn ógurlega. Seinni myndin er svosem ekkert verri en sú fyrri en tæplega 120 milljón dollara innkoma á tveimur vikum! Kommon. Brendan Fraser er einn af þessum “allt í lagi”-gaurum, hann böggar mann ekkert en hrífur mann ekki heldur, Rachel Weisz er með litlausari leikkonum en er með þetta sérbreska hástéttarútlit sem blívar víst og John Hannah er góður leikari … en er dálítið að selja sig. Peningalyktin er góð .. ekki satt? Er þetta fyrirboði sumarsins? Vonandi mun Tim Burton ná að impressa mann með endurgerðinni á Apaplánetunni.. það er kannski það eina spennandi. Allaveganna ekki Pearl Harbour. Ég er farinn að fá myglulegt Armageddon-bragð í munninn á hetjutreilerunum… en hvað veit ég svosem??