Edward Norton á niðurleið
Ég fór um daginn á myndina “Keeping the faith”, þetta var ein sú mesta tímasóun sem ég veit um eða allavega fyrir hlé, meira sá ég ekki af myndinni (laumaðist út í hléi). Hugmyndin að myndinni er ekki sem best en myndin fjallar um prest (Edward Norton) og rabbína (Ben Stiller) sem eru bestu vinir og eru algerir töffarar, líf þeirra snýst meira og minna um það að fá fólk til að mæta í kirkjuna með öllum mögulegum ráðum. Að mínu mati er þetta stórt stökk aftur á bak fyrir Edward Norton sem stóð sig svo snilldar vel í myndum eins og “American history X” og “Fight Club”. Þetta er allavega mitt álit á myndinni og ég býst við að ég hafi ekki misst af miklu í seinni hluta myndarinnar. En hver veit?