Besti leikstjóri
1. Martin Scorsese, THE AVIATOR
2. Clint Eastwood, MILLION DOLLAR BABY
3. Alexander Payne, SIDEWAYS
4. Taylor Hackford, RAY
5. Mike Leigh, VERA DRAKE

Besta mynd
1. THE AVIATOR
2. MILLION DOLLAR BABY
3. SIDEWAYS
4. RAY
5. FINDING NEVERLAND

Þessa tvo flokka finnst mér nauðsynlegt að dæma saman. Prósentulega séð þá eru langmestar líkur á því að sami leikstjóri og sama mynd sigri. Frá árinu 1951 hefur það aðeins gerst tíu sinnum að bestu-myndar-óskarinn fylgi ekki leikstjóra. Áhugavert er þó að athuga að á seinustu 6 árum hefur það gerst þrisvar sinnum (1999, 2001, 2003).

Árið í ár þá eru tveir þungaviktarmenn að keppast um gripinn, þeir Martin Scorsese og Clint Eastwood. Restin á því miður lítinn séns í þá og ég skal hundur heita ef einhver hinna þriggja fær gripinn.

Ef við byrjum á að líta á nýlegar verðlaunahátíðir þá vann Martin Scorsese Golden Globe fyrir leikstjórn og myndin The Aviator sem besta mynd. Einnig þá heiðruðu samtök framleiðanda í Bandaríkjunum, PGA (The Producers Guild, Gaulden Lauren Awards) The Aviator með því að tilnefna hana sem bestu bíómyndina árið 2004. Vert er að nefna að 11 sinnum á seinustu 15 árum þá hafa þessi samtök heiðrar bíómyndir sem hafa farið og fengið óskarinn sem besta bíómynd.

Clint Eastwood er samt talinn líklegri sigurvegari á veðbankasíðum á netinu
 (www.goldderby.com)
og þar kemur ýmislegt til. Til að byrja með þá nýtur hann ótrúlegrar virðingar meðal kvikmyndastéttarinnar og er í miklu uppáhaldi hjá almenningi. Einnig er sterk vísbending að samtök Leikstjóra í Bandaríkjunum DGA (Directors Guild of America, USA) völdu Clint Eastwood sem leikstjóra ársins 2004 og í þau 56 ár sem þessi samtök hafa valið leikstjóra ársins þá hefur það aðeins gerst sex sinnum að sá aðili hafi ekki unnið sem besti leikstjóri á óskarnum.

En hvers vegna veðja ég þá á Martin Scorsese? Jú, í fyrri greininni var minnst oft á fólk sem er talið ,,eiga skilið” að fá óskarinn, þrátt fyrir að aðrir séu ef til vill betri, því það hefur verið hunsað áður um gripinn. Martin Scorsese er persónugervingur þessa fólks en þetta er 6. tilnefning hans fyrir leikstjórn og hann hefur aldrei unnið. Scorsese er þegar talin goðsögn í bransanum, á inni tvær bíómyndir sem hafa öðlast stimpilinn klassík (Raging Bull og Goodfellas) og persónulega þá held ég að akademían vilji ekki gera sömu mistök með hann og Alfred Hitchcock sem einnig var tilnefndur sex sinnum en vann aldrei.

Þannig að mínir peningar eru settir á að Martin Scorsese verði hylltur sem besti leikstjórinn þann 27. febrúar og að The Aviator verði valin sem besta bíómyndin. Úrslit sem móðga fáa og flestir geta sætt sig við.

Besta frumsamda handrit
1. ETERNAL SUNSHINE OF THE SPOTLESS MIND
2. THE AVIATOR
3. VERA DRAKE
4. THE INCREDIBLES
5. HOTEL RWANDA

Þennan flokk verður Eternal Sunshine… að vinna fyrir besta handrit og ég viðurkenni fullkomlega að uppröðunin í þessum flokki er mjög lituð af því hver mér finnst að eigi skilið að vinna. Ef raunsæið fær að ráða þá er The Aviator langlíklegasti sigurvegarinn, sérstaklega ef hún fær bestu-myndar-óskarinn. Vera Drake og The Incredibles yrðu aftur á móti skemmtilega óvæntir sigurvegarar og myndi sigur þeirra auka mjög svo á fjölbreytni kvöldsins.

Besta handrit byggt á öðru verki
1. SIDEWAYS
2. MILLION DOLLAR BABY
3. THE MOTORCYCLE DIARIES
4. BEFORE SUNSET
5. FINDING NEVERLAND

Þótt Sideways sé af flestum talin besta bíómynd ársins 2004 þá er það ekki vaninn í Hollywood að litlu myndirnar vinni stóru verðlaunin. Því miður. Þannig að á óskarnum tel ég nokkuð víst að handritshöfundar Sideways fái verðlaunin sem nokkurskonar uppbót fyrir að tapa bestu-myndar-sóskarnum, svipað og í fyrra þegar Sofia Coppola vann fyrir handrið að Lost in Translation.

Ef Million Dollar Baby vinnur sem besta mynd þá tel ég líklegt að hún muni sópa leikstjóranum og handritinu upp í leiðinni. The Motorcycle Diaries og Before Sunset yrðu aftur á mót vel að verðlaunum komin og í prósentum talið þá ætla ég að skjóta að það séu 20% líkur á að annað þeirra vinni. Finding Neverland spái ég engum stórum verðlaunum, því miður fyrir Johnny Depp.

Að lokum vil ég minna á að þessi listi endurspeglar alls ekki mína skoðun á gæðum myndanna, nema kannski Eternal Sunshine…
Ef að ég fengi að velja á milli þeirra sem eru tilnefndir þá ætti Alexander Payne að fá leikstjórnaróskar fyrir SIDEWAYS, en Million Dollar Baby myndi sigra fyrir bestu mynd. Kate Winslett og Johnny Depp fengju svo besta leikaraóskarinn. Virginia Madsen og Thomas Haden Church yrði svo algjör snilld að ynnu fyrir Sideways.

Öll ár eru miðuð við það ár sem óskarsverðlaunin voru afhent, ekki það ár sem myndin kom út svo þakka ég fyrir ef þið hafið lesið greinina og biðst afsökunnar ef stafsetningin fer í taugarnar á ykkur.

Upplýsingar fékk ég af:
 www.imdb.com
 www.nytimes.com
 www.oscar.com
 www.goldderby.com