Ég leigi mikið af videospólum og dvd-diskum en það er nokkuð sem pirrar mig svolítið og það er munurinn á úrvali af videospólum og dvd-diskum. Nýjustu titlarnir eru alltaf til í video en sjaldnast á dvd-formi og þá yfirleitt mjög fá eintök. Þegar ég fékk mér dvd spilara fyrir ári síðan sætti maður sig við þetta og bjóst við að úrvalið mundi batna eftir því sem tíminn liði og fleiri fengju sér dvd-spilara.

Veit einhver hvernig stendur á þessum muni á framboði? Er málið að íslensku dreifingarfyrirtækin koma seinna með dvd myndir en video myndir eða er þetta sök video/dvd-leiganna?

Peppe