… eða Ichi the Killer (Evrópski titillinn)
Leikstjóri: Takashi Miike
Höfundar: Sakichi Sato(handrit) og Hideo Yamamoto(manga)
Leikarar: Tadanobu Asano(Kakihara) og Nao Omori(Ichi)
IMDb einkunn er 7.1
Ég vil byrja á því að taka það fram að þetta er aðeins álit á myndinni sjálfri, ég hef ekki skoðað manga útgáfuna. Ég vissi í raun ekkert hvað ég var að fara að horfa á. Það hefur reyndar áður verið gerð grein hérna um þetta að mig minnir en um að gera að vekja athygli á þessu. ;)
Myndin er í meginatriðum um leit Kakihara að Yakuza stjóranum Anjo, sem var myrtur af Ichi. Anjo er talinn hafa verið rænt með 100 milljónir yen, þar sem að sá sem stjórnar Ichi hreinsaði morðstaðinn vel. Ichi er með frekar slæma fortíð og gamall Yakuza meðlimur nýtir sér það í að nota Ichi í að myrða hvern sem er. Kakihara, sem hefur mikla þörf fyrir sjálfspyntigu, notar hrikalega grófar aðferðir til að yfirheyra hin gengin um hvarfið og er á endanum útskúfaður frá Yakuza og verður sinn eiginn stjóri.
Ég veit ekki hvað ég átti að segja um þessa mynd eftir þetta, hún náði að sjokkera mig strax í byrjun.
Ofbeldið í henni er alveg ótrúlega gróft og nóg af því. Leikstjórinn er alveg meistari í að láta manni líða frekar illa því ekkert er sparað í að sýna manni allt, sama hve ógeðfellt það er. Þeir sem hafa séð myndina Audition ættu að vita hvað ég er að meina. Mikið er greinilega lagt í myndina, notaðar eru tæknibrellur og þung förðunarvinna til skiptis, hið síðarnefnda t.d. í krókapyntingunni. Leikarar standa sig alveg þónokkuð vel, mér fannst Nao Omori(Ichi) sérstaklega ná sínu hlutverki vel, þar sem hann þarf að vera ráðvilltur, sár og brjálaður í senn, ef ekki bara glaður líka. Ég væri nú til í að segja frá atriði í byrjuninni en það væri ekki við hæfi í svona opinni umræðu.
Og svo ef ég kem með meginatriðin…tónlist og kvikmyndataka er oft mjög sérstök en passar mjög vel við. Þegar þörf er á miklu blóði í myndinni er gripið til tæknibrellna, og finnst mér það koma nokkuð vel út þó að maður sjái það vel…er bara eitthvað svo töff. Sagan sjálf er kannski ekki það besta sem ég hef séð, og heldur manni ekkert föstum í sætinu af spennu en handritið er vel gert og leikstjórinn framkvæmir þetta af stakri snilld. Ekki má gleyma að það er alveg sérstaklega súr húmor í myndinni sem ég hafði mjög gaman af, er viss um að margir eigi eftir að missa sig úr hlátri þegar titill myndarinnar kemur. Ef það er einhver hér sem hefur lesið upprunalegu söguna/sögurnar mætti endilega taka til máls og fræða mann.
Þið sem eruð fyrir það að láta ganga fram af ykkur endilega kíkið á þetta.
Gef myndinni 7.5 af 10…
Shagua