TAXI DRIVER TAXI DRIVER

Ég og vinur minn erum búnir að vera að leigja klassískar myndir núna uppá síðkastið og það er búið að vera geðveikt. Ég er búinn að sjá svo mikið af geðveikum myndum að ég gæti aldrei talið þær allar upp. Núna seinast verð ég að segja stóð smá uppúr. Ég sá TAXI DRIVER. Þessi mynd er allveg frábær.

Ég held að ég geti leyft mér að segja það að þetta er með betri myndum sem ég hef séð. Pottþétt topp tíu. Þessi mynd sýnir einmannaleika mjög vel. Hún lýsir lífi einmanna einstaklings frábærlega. Travis(DeNiro) er ekki sá eini sem er svona. Það eru allveg ótrúlega margir líkir honum. Ég sá t.d. viðtal við handritshöfundinn og þar sagði hann frá manni sem kom til hans og sagði “How do you know about me? I saw the movie TAXI DRIVER, and i want to know how you know about me”.. Þar var líka talað um hvað þetta væri algengt, að menn væru svona einmanna og vildu gera eitthvað úr lífinu.

(-Í stuttu máli um hvað myndin fjallar-)
Myndin fjallar um einmanna fyrrverandi hermann sem gerist leigubílstjóri. Hann vinnur allar nætur næstum alla daga. Einmannaleiki hans kemur vel í ljós, þar til einn daginn sér hann konu sem hann allveg kolfellur fyrir. Hann fer að eltast við hana og reynir að fá hana til þess að komast á deit með sér. Það tekst, og verður fólk eiginlega bara að sjá myndina til að sjá hvað gerist. Eftir þetta fer hann að verða frekar geðveikur. Eitt kvöld kemur svo stelpa inn í leigubílinn, 12 ára vændiskona(Jodie Foster), á eftir henni kemur svo pimpinn hennar(Harvey Keitel) og dregur hana út. Travis getur ekki hætt að hugsa um þetta atvit og leggst í það að reyna að bjarga henni frá honum. Það hefur í för með sér eitt það allra svalasta endaatriði sem ég hef séð. FRÁBÆRT ATRIÐI. Ég sá það í gerð myndarinnar að þetta atriði var mun blóðugra en það þurfti að minnka til þess að fá Rated:R. Synd og skömm.

Í myndinni er líka ein frægasta setning kvikmyndanna, þegar hann stendur fyrir framan spegilinn með byssurnar og er að segja “You talkin' to me?”

Ég hvet alla sem eiga eftir að sjá þessa mynd að sjá hana. Þessi grein átti eiginlega ekki að vera umfjöllun heldur áróður til að fá fólk til að sjá hana. Segi nú kannski ekki allveg áróður, kannski frekar ábending ;).
Ef ég ætti að fara að stjarna hana eitthvað þá yrði ég að henda á hana ***1/2/****.
Semsagt alger snilld.
HVET FÓLK TIL AÐ SJÁ ÞESSA.
TAXI DRIVER.