Alexander Alexander (2004)

Leikstjóri: Oliver Stone
Handrit: Oliver Stone
Christopher Kyle
Laeta Kalogridis
Leikarar: Colin Farell (Alexander), Angelina Jolie (Olympias), Val Kilmer (Philip), Jared Leto (Hephaistion), Rosario Dawson (Roxane)
Lengd: 175 mínútur
Einkun á www.imdb.com: 5.6/10 (7179 atkvæði)

Kvikmyndin Alexander hefur valdið miklum umræðum um heim allan, þó sérstaklega í Bandaríkjunum fyrir að fjalla á opinskáan hátt um mögulega tvíkynhneigð Alexanders mikla. Ég batt ekki miklar vonir við hana, enda hefur hún ekki fengið góðar umsagnir gagnrýnenda, á www.metacritic.com eru, af
42 umsögnum, 39 almennt neikvæðar.
En mér hefur alltaf þótt Oliver Stone skemmtilegur leikstjóri, hann fer alltaf nýjar leiðir í myndum sínum. Eins og í Alexander, þar sem aðalsöguhetjan er tvíkynhneigð.
Ég bjóst við að tvíkynhneigðin myndi leika meiri part í myndinni en svo fannst mér ekki vera neitt sérstaklega mikið um sambönd hans við karlmenn, þó að það hafi vissulega verið til staðar, enda þótti ekkert óeðlilegt við það á þessum tíma.
Myndin sjálf er öll mjög vel unninn, myndatakan flott, sérstaklega í bardögunum þar sem manni er haldið við efnið og fylgst vel með öllu sem var að gerast.
Einnig er skemmtilegt að í seinasta bardaga myndarinnar er skipt um linsu að því virðist og allir litirnir verða rauðleitari, mér fannst það mjög Oliver Stone legt eitthvað.
Ég bjóst ekki við miklu af leikurunum, enda þykja mér þeir flestir leiðinlegir, nema Val Kilmer, sem er endalaus snillingur.
Colin Farrel virkilega leikur, sem er eitthvað sem maður sér ekki oft hjá
honum. Angelina Jolie er ágæt sem Olympias móðir Alexanders, hún er alltaf að rembast við einhver frekar asnalegan hreim, alveg
eins og í kvikmyndinni Sky Captain and the world of tomorrow. Hún skilar þó sínum part ágætlega.
Val Kilmer er stórfínn eins og alltaf sem Philip faðir Alexanders.
Jared Leto er góður sem Hephaistion ástmaður Alexanders, þótt að hann ofleiki dálítið.
Sérstaklega vill ég minnast á þá sem leika hershöfðingja Alexanders, þó að ég muni ekki nöfnin á þeim. Þeir leika mjög vel allir, og eru allir virkilega sannfærandi.
Myndin sjálf er svolítið löng, 175 mín. og mér finnst mátt hafa stytt hana, sum atriðin voru aðeins of löng. Bardagarnir eru allir skemmtilegir og eins og ég minntist á áðan eru þeir vel myndaðir. Tölvugrafíkin er ekki áberandi, öll vopn eru raunvöruleg og bardagarnir ekta, blóð og limlestingar, ekki PG-13 kjaftæði eins og í Lord of the rings.
Sagan er einnig góð, enda er sagan um Alexander mikla mjög spennandi og skemmtileg, en ég ætla ekki að fara að tala mikið um hana og eyðileggja kannski fyrir fólki sem þekkir ekki söguna. Þó finnst mér að maður verðir að þekkja eitthvað til sögunnar um Alexander til að kunna skil á því sem gerist í myndinni.
Tónlistin er sérstök, engin snilld, mér fannst vera 80's fílingur í henni. Enda er það enginn annar en snillingurinn Vangelis sem semur hana.
Vangelis er þekktastur fyrir að hafa samið tónlistina í Chariots of fire og Blade runner, en tónlistin í henni er ótrúlega góð og einhvert besta ‘score’ kvikmyndasögunnar.

Niðurstaða mín er sú, að Alexander sé góð mynd, sem hefur verið rökkuð niður af gagnrýnendum af einhverjum ástæðum. Hvet alla sem hafa gaman af
sögulegum myndum og hafa þrek í að halda út í 175 mínútur að skella sér á hana.
Alexander: ***/****