An adventure 65 million years in the making Ég ætla að þessu sinni að skrifa um hina frábæru mynd Jurassic Park sem sló nánast til öll met og varð breakthrough í tæknibrellugeiranum.

- Jurassic Park -

Þegar hópur fræðimanna er að vinna að rannsókn í námu einni finna þeir moskítóflugu sem var á tímum risaeðlanna. Eftir umfangsmiklar athuganir og sýnatöku greina þeir leifar blóðfruma sem moskítóflugan hafði sogið úr risaeðlum og af blóðfruma þeirra tekst þeim að ráða erfðaefni risaeðlunnar. Þessi mikilvæga uppgötun gerir þeim kleift að lífga þessar löngu útdauðu skepnur við með nýustu tækni.
Milljarðarmæringurinn John Hammond sér í þessu stórkostlegt tækifæri til að endurvekja heim risaeðlanna 65 milljónum árum eftir að þær hurfu af jörðunni. Hann kemur Jurassic Park á fót í þeim tilgangi að veita þessum risaeðlum nægilegt landrými til að vaxa of dafna. Maðurinn og risaeðlan, tveir drottnarar jarðarinnar, hittast þar fyrir í fyrsta sinn.
En það er smávægilegt vandamál sem Hammond þarf að glíma við, hann þarf að fá tryggingarfélag með sér í lið og einnig risaeðlusérfræðinga til þess að geta opnað garðinn, ef eitthvað skildi fara úrskeiðis. Svo hann fær þekktustu fornleifar- og risaeðlu sérfræðinga landsins til þess að fara í skoðunarferð um eyjunna ásamt einum yfirmann tryggingarfélags Hammonds.
Þann sama dag og skoðunarferðin átti að vera, var óánægður starfsmaður Hammonds að stela risaeðlueggjum frá honum til keppinautar hans en til þess að gera það þurfti hann að taka rafmagnið af allri eyjunni og þar á meðal rafmagnið af risaeðlu girðingunum.
En það var bara byrjunin af þessari æsi spennandi mynd.

Þessi mynd er rosalega vel gerð sérstaklega leikstjórn, saga og leikarar, og svo auðvitað þessar snilldarlegu tæknibrellur! Ég er ennþá slefandi yfir tæknibrellunum!

Young Sherlock Holmes (1985) var byrjunin
T2: Judgment Day var áframhald af YSH
og Jurassic Park var REVOLUTION-ið!!

Ennþá daginn í dag er tækinbrellurnar í Jurassic Park ein af þeim flottustu sem hafa sést í branasanum!

Minn dómur: * * * 1/2 af * * * *

Leikstjóri: Steven Spielberg
Saga: Michael Crichton
Leikarar:
Sam Neill
Laura Dern
Jeff Goldblum
Sir Richard Attenborough

Kveðja,
IndyJones

p.s. ég á JP og TLW:JP með eigninhandaráritun frá Michael Crichton og ég er ansi montinn!!!

Þessi grein verður einnig send á netsíðu mína, www.simnet.is/stevenspielberg !