Tomb Raider - Kvikmynd
Í viðtali L.A. Times við Angelina Jolie talar hún um tæknibrellurnar í Tomb Raider (sem er m.a. tekin á Íslandi) – eða í rauninni vöntun tæknibrellna. Það kom í ljós hjá leikkonunni að myndin inniheldur frekar lítið af tæknibrellum, heldur er allt tekið upp eins og það á að birtast á hvíta tjaldinu – fyrir utan eitt atriði þar sem Jolie er að skylmast við hóp af steinöpum (líklega styttur sem lifna við) – “Þetta var eins og að dansa furðulegan dans með sverð í hendi, alein. Þetta var aðeins erfitt á þann hátt að maður hefur ekki minnstu glæru um hvað á að gera næst, þá verður maður að treysta á ímyndunaraflið og reyna að muna. Maður verður að muna að það á að vera eitthvað fyrir framan mann og síðan að snúa sér snöggt við eins og eitthvað væri fyrir aftan mann – en ég var ein allan tímann.”