Það er orðin þónokkur ár síðan leikstjórinn Ang Lee sannaði sig sem einn af þeim bestu í Hollywood. Árið 2000 sendi hann frá þér þessa yndislegu mynd sem hlaut sinn skammt af óskarsverðlaunum og ekki af ástæðulausu.
Margir hafa spurt sjáfla sig, út af hverju nafnið Crouching Tiger, Hidden Dragon?
Ang Lee kom með útskýringu sem var nú held ég nákvæmlega eins og mín, í aðalatriðum. Crouching Tiger, Hidden Dragon er dregið af dýri í felum. Það hefur hljótt um sig og virðist í rauninni sallarólegt. En innra með dýrinu blossir grimmd og reiði og ræðst dýrið jafnvel á bráð sem það hefur verið að sitja um. Kannski er þetta ekki besta útskýringin en svona tel ég þetta vera.
Flestar Martial Arts myndir sem ég hef séð, hafa haft hasarinn í fyrirrúmi. Ekki er hægt að segja sömu sögu um Crouching Tiger, Hidden Dragon því þar gengur persónusköpun og falleg saga fyrir. Ekki það að það sé lítið um hasar í myndinni, nóg af honum en auðsjáanlegt er að handritshöfundar og Ang Lee hafa lagt megin áherslu á tilfinningalegu hliðina.
Stundum er talað um að til hafi verið goðsagnir sem buðu þyngdarlögmálinu á byrginn, þ.e.a.s. gátu nánast flogið. Og ég tel mig vera að fara með rétt mál þegar ég segi að myndin er á einhvern hátt byggð á þessum goðsögnum. Heillandi forsaga.
Eins og fyrr sagði er myndin byggð á allt öðrum hlutum heldur en flestar Martial Arts myndir eru þekktar fyrir. Fyrir mér er Crouching Tiger, Hidden Dragon ástarsaga sem dregur áhorfandan með sér í ótrúlega fallega og flotta för um ríkisdæmi og óbyggðir í asíu.
Mér finnst óþarfi að segja frá söguþráði myndarinnar og í raun heldur tilgangslaust.
Leikstjórnin hjá Ang Lee er stórkostleg og ekki líta margar myndir jafn vel út og Crouching Tiger, Hidden Dragon. Einnig finnst mér gaman að minnast á að ekki var mikið um tæknibrellur í myndinni, þó svo virðist vera þegar horft á er myndina. Það sem fékk fólkið til að fljúga voru eiginlega bara sterkir vírar sem persónurnar voru tryggilega festar í, ekki flókið.
Myndin var lofuð um nánast allan heim og flestir gagnrýnendur sammála um gæði þessarar myndar. Hún var tilnefnd til tíu Óskarsverðlauna en hlaut fjögur. Verðlaun fékk hún fyrir bestu erlendu mynd, tónlist, kvikmyndatöku og listræna stjórn. Hefði ég viljað sjá myndina hirða verðlaun fyrir bestu mynd. Finnst hún mun betri en Gladiator, sem fékk verðlaunin þetta árið.
Eins og Óskarsverðlaunin gefa til kynna hefur öll tæknileg vinna myndarinnar verið frábær, því ekki vinnur erlend mynd oft verðlaun á borð við þessi. Kvikmyndatakan er hreint mögnuð og ég tala ekki um tónlistina. Myndin inniheldur nefnilega einhverja bestu tónlist sem ég hef heyrt í kvikmynd, mjög stór þáttur áhrifum myndarinnar. Leikur myndarinnar einnig gallalaus og mjög góður. Valið á þeim vígstöðum pottþétt. Í rauninni hef ég ekki enn fundið galla við myndina.
Hins vegar heyrir maður alltaf raddir inn á milli sem tala um þessa mynd sem fáránlega og leiðinlega. Yfirleitt er þetta fólk mjög þröngsýnt eða bara á gelgjuskeiðinu sem getur ekki horft á myndir sem innihalda ekki ensku sem aðaltungumál. Sem betur fer vex mikið af þessu fólki upp úr svona hugsunum en fyrir þá sem hugsa svona ráðlegg ég ekki að sjá myndina. Því fólki mun áreiðanlega ekki hafa gaman af myndinni þrátt fyrir ótrúlega góða sögubyggingu og persónusköpun.
En fyrir mér stendur Crouching Tiger, Hidden Dragon uppi sem besta mynd ársins 2000(ásamt Requiem For A Dream) og hvet ég alla sem ekki hafa séð hana að drífa í því(nema því fólki sem ég hvatti ekki til að sjá myndina vegna áðurgreindra ástæðna).