Blade: Trinity Ég fór á forsýninguna á þriðju Blade myndina, Blade: Trinity, á miðvikudaginn og skemmti mér mjög.
Í aðalhlutverkinu, eins og venjulega, er Wesley Snipes.
Í aukahlutverkum eru Ryan Reynolds (Van Wilder), Jessica Biel (Summer Catch), Dominic Purcell (John Doe) og Parker Posey (Best In Show).
Söguþráðurinn er ekkert flóknari en þeir úr hinum tveimur Blade myndunum.
Myndin gengur út á það að nokkrar vampírur grafa upp hina fyrstu vampíru, Drakúla (Dominic Purcell), og ætla sér að nota hann til að koma Blade fyrir kattarnef, þar sem öllum öðrum hefur mistekist.
Blade nýtur hjálpar félagsins Nightstalkers, sem framleitt hafa vírus sem sýkir aðeins blóð vampíra og þurfa þau blóð Drakúla til að prófa lyfið.

Leikararnir standa sig alveg ágætlega.
Wesley Snipes er alltaf jafn svalur í hlutverki Blade, og kemur hann með nokkrar fyndnar línur inn á milli og stendur sig bara vel.
Ryan Reynolds í hlutverki Hannibal King er hin ótrúlegasti senuþjófur.
Ég hef fílað Ryan Reynolds alveg síðan ég sá hann í Van Wilder, og það lýtur út fyrir að hann sé loksins að komast í feitt í Hollywood.
Hann hrækir út bráðfyndnum línum eins og hann sé fæddur í það, og stendur sig líka vel sem töffarinn.
Jessica Biel í hlutverki Abigail Whistler.
Hvað er hægt að segja?
Ef hún væri með aðeins fleiri línur væri kannski hægt að dæma hvort hún sé góð leikkona eða ekki, en hún er hreinlega bara í myndini til að líta vel út, og hún gerir það MJÖG vel.
Dominic Purcell í hlutverki Drakúla (Eða Drake).
Mér finnst hann passa engan veginn í hlutverk Dracula, því í þessari mynd lítur hann út eins og samkynhneigt módel.
En þegar maður hugsar út í það þá á Dracula að vera fæddur langt fyrir tíma pípuhattana, sem útilokar hvort eða er þennan týpíska sjarmandi englending sem Drakúla er alltaf.
Samt sem áður finnst mér Dominic Purcell standa sig frekar illa sem Dracula þótt hann sé í rauninni að búa til nýja týpu af honum.
Parker Posey er einn mesti ofleikari allra tíma.
Hún fer í taugarnar á mér í öllu sem hún gerir, og er það ekkert öðruvísi í Blade: Trinity.

Myndin sjálf er ofhlaðin flottum hasaratriðum og dúndrandi tónlist, og er það einmitt það sem maður vill sjá ef maður kaupir miða á Blade myndirnar.
Myndin skemmti mér mjög vel, og get ég vel hugsað mér að fara aftur á hana þar sem ég er mjög mikill Blade aðdáandi.
Ég ítreka það enn og aftur að Ryan Reynolds er frábær í hlutverki sínu og þegar hann var ekki á skjánum beið maður aftur næsta atriðinu hans.

8/10

P.S: Engar myndir þar sem Drakúla er í nútíðinni hafa tekist á við eitt mál sem Blade:Trinity gerir.
Hvað finnst Drakúla, einum mesta ógnvald sögunnar, um það að allt sem er eftir af sögu hans er Count Chockula morgunkorn og Drakúla nestisbox?
Skemmtilegt atriði þar.
When life hands you a lemon, squirt it in somebody's eye and run like hell.