Í dag er nokkrir sem koma til greina, en enginn sem er líklegur til að gera stóra hluti sem hasarmynda hetja. Seinustu ár hefur myndast ákveðið tómarúm innan hasarmynda geirans.
Hasarmyndir verða ekki eins vinnsæla eins og áður fyrr, eins og þegar Schwarzenegger, Stallone og Willis voru á leikaralista hasarmynda.
Hasarmyndir hafa líka breyst mikið seinustu ár. Kvikmyndaframleiðendur hafa farið þá leið, í staðinn fyrir að leita að næstu hasarmynda hetju(eða hreinlega búa hana til), að treysta á tæknibrellur. Í dag snýst allur hassarinn um stórar sprengingar með miklum látum og hamförum. Lítið fer fyrir leikurunu í þessum bíómyndum, og í raun engar hetjur í myndunum.
Af þessum þremur gömlu kóngun þá er Schwarzenegger sá eini sem stefndi á frama innan hasarmyndana, og tókst honum líka langt best upp af þeim.
Stallone á reyndar tvo Óskara, fyrir handrit og bestu mynd(Rocky). Stallone á reyndar Rambó myndana að þakka fyrir að hafa komast í hæstu hæðir hasarmyndana.
Willis var hreynlega hent inní hasarmynda geiran þegar hann lek í Die Hard 1, en aldrei langaði honum til að verða hasarmyndar hetja. En ef ekki hefði verið fyrir Die Hard myndana, þá algjörlega óvíst hvort einhver hefði vitð hver Bruce Willis væri.
En aftur af spurningunni í byrjun. Hverjir koma í staðinn.
Eins og staðan er í dag þá er Vin Diesel sá eini sem kemst með tærnar þar sem þremeningarnir hafa hælan. En vandamálið við hann er að honum langar ekkert til að verða hasarmynda hetja.
Hann á 3 góðar hasarmyndir. Pitch Black, sem er reyndar Cult mynd, en engu að síður skapaði sú mynd persónu sem orðinn er þekkt sem hasarmynda hetja. Eða persónuna Riddick.
Önnur myndinn er auðvita xXx. xXx er líklega eina hasarmyndinn seinustu ár sem Arnold, Stallone og Willis leika ekki í, sem hefur slegið í gegn. Myndinn kostaði um 85.000.000 dollara í framleiðslu, en þenaði í kvikmyndahúsum um 300.000.000 dollara um allan heim.
Þriðja myndin er The Chronicles of Riddick. Þar er búið útfæra Cult persónuna Riddick í hasarmynda hetju. Sú mynd gerði það reyndar ekki gott í kvikmyndahúsum. En ég er viss um að þessi mynd eigi eftir að vinna á seinna og komast á stall meðal betri Sci-Fi hasarmynda. Tel ég þessa mynd verða fyrir barðinu á þessu tómarúmi sem hefur myndast hefur í hasarmyndageiranu, og ekki bætir það að líka er tómarúm innan Sci-Fi geirans, þar sem Star Trek og Star Wars myndirnar, sem hafa verið burðarstólar Sci-Fi mynda, eru ekki að gera gott.
Næstur sem kemur á eftir Vin Diesel er fjölbragðaglímu kóngurinn Dwayne Johnson, eða The Rock. Ég tel hann vera mun efnilegari hasarmynda hetja en Vin Diesel.
The Rock datt inní hasarmynda geiran þegar hann var fenginn í lítð hlutverki í The Mummy Returns. Hann gæti vel orðið næsta stórstjarna hasarmyndana ef honum mundi langa til þess. En hann hefur ekkert sýnt neinn ógurlegan áhuga á að komast á sama stall og kóngarnir þrír. Hann á 3 myndir sem hann leikur aðalhlutverkið í.
Fyrsta myndinn er The Scorpion King sem var ágetis hasarmynd, og alveg vel hægt að líkja henni við Conan myndir Arnolds, þó Fyrri Conan myndinn hafi verið töluvert betri. En Arnold byrjaði hasarmyndaferillinn sinn líka sem stríðsmaður. The Scorpion King þenaði ágetlega í bíói, en líklega lifði sú mynd á vinsældum Mummy myndana.
Önnur myndin er The Rundown. Þessi mynd er á mörkunu að komast í hóp hasarmynda, en æfintýralegur endir á myndinn dregur þessa mynd uppí hasarmyndaflokk. Ég hef ekki séð þriðju myndina hans, Walking Tall, en ég er ekki svo viss um að sú myndi komist í hóp hasarmynda, þó leikur hann harðjaxl í henni.
Sex myndir eru á leiðinni með honum, og eru þrjár þeirra flokkaður sem hasarmyndir, og sú stærsta þeirra er auðvita Doom.
Þessir tveir verða teljast líklegastir sem arftakar kóngana þriggja á hvítatjaldinu, en samt tel ég að Ný Sjálendingur muni verða næsta hasarmynda hetjan.
Karl Urban er að mínu mati lang efnilegasti sem næsti kóngur hasarmyndana. Hann hefur verið óvenju heppinn með hlutverk í kvikmyndum, og ekki virðist skipta máli hvort það hafi verið heima fyrir eða í Hollywood-inni.
Hann var reyndar mjög slappur í Ghost Ship, eins og allir sem komu að þeirri mynd. En það er eins og hann hafi tekið því eitthvað persónulega, því eintómar stórmyndir hafa komið eftir það. Meðal annars lek hann Eomer í Lord of The Ring myndunum.
Hann leik á móti Vin Diesel í The Chronicles of Riddick, og lek hann Vaako þar, og var stórkostlegur í því hlutverki. Sannur töffari þar, eins og reyndar næstum allar persónurnar í þeirri mynd.
Næsta mynd var The Bourne Supremacy. Þar lek hann rússneska leigumorðingjan Kirill. Frekar lítið hlutverk, en mikilvægt.
Karl Urban er ekki með margar hasarmyndir á bakinu sem gæti gefið til kynna um næstu framtíðarhasarmyndarhetju, en það er heldur ekki það sem hann er búinn að gera sem gefur til kynna um að hann verði næsta hasarmyndahetja, heldur er það sem hann á eftir að gera. Hann hefur nefnilega fengið eitt stærsta hlutverkið í væntanlegri stærstu hasarmynd seinni ára eða Doom. Og þar mun hann leik á mót The Rock.
En Doom er væntanlega sú mund sem flestir strákar bíða eftir, með miklum spenningi og er ekki laust við að maður sjálfur sé orðinn spenntur eftir myndinni, þó það sé rúmt ár í myndina. En ef Doom mun heppnast vel og standur sig vel í kvikmyndahúsum, og Karl Urban mun blómstra í aðalhlutverkinu, þá munu kvikmyndaframleiðendur standa í biðröðum til að fá hann í næsta hasarmyndahlutverk. Þá kemur upp sú spurning, vill hann verða næsta hasarmyndahetja.
En hverjir hafa komið, og mistekist að komast í sæti kongana þriggja.
Nr. 1 er auðvita Cruise-erinn. Tom Cruise virðist vera algjörlega vera búinn að gefast upp á drama myndum, enda skila þær ekki mikið í vasan. Og er algjörlega farinn að einbeita sér af því að reyna komast á sama stalla og Kóngarnir. Þó Cruise sé töluvert betri leikari en hinir þrír til samans, þá er hann bara enginn hasarmynda hetja. Og verður aldrei, því jú, hann er búinn að grenja of mikið í of mörgum myndum til að geta nokkurtíman orðið hasarmyndahetja. Því hver vill grenjandi hasarmyndahetju ?
Nr. 2 er Eric Mabius. Hann er iðinn við b-mynda hasarmyndir, og sú stærsta hjá honum er Resident Evil, og verð ég að segja að eftir að ég sá hann í þeirri mynd, þá var ég nokkuð viss um að hann ætti góða framtíð sem hasarmyndahetja. En hann henti öllu frá sér þegar hann tók af sér hlutverk í lessbíu þáttunum The L-Word.
Nr. 3 er Mark Wahlberg. Það stemdi allt í það að hann mundi fara veg hasarmyndana, en hann virðist hafa hætt við og vill frekar vera í dramatískum myndum. The Corruptor er líklega eina bíómyndin sem hann hefur verið í sem telst til hasarmynda. Þó eru myndir eins og The Italian Job og The Truth About Charlie þarna. En þær myndir eru frekar glæpa/njóstnamyndir með glæðaívafi.
Nr. 4 er Jason Statham. Ég er ekki tilbúinn að afskrifa hann alveg strax, en hann er svona hægt og rólega að koma sér fyrir í hasarmyndageiranum. Stærsta hasarmyndin hans er hin ágeta mynd The Transporter.
Nr. 5 er Thomas Jane. En hann virðist vera sá sem þeir í Hollywood myndu veðja á. Aðal ástæðan fyrir því er væntanlega vegna þess að hann fekk hlutverkið sem The Punisher í samnefndri mynd. En bestu hasarmyndirnar hans er líkla Deep Blue Sea og The Punisher. En ég tel að hann muni aldrei fara veg hasamyndana. Er bara of góður leikari til þess.
Nóg er að nöfnum til að týna út þegar maður er að leita að næstu hasarmyndahetju, en á endanum eru það þessir 3 sem ég nefndi að ofan sem verða líklegustu arftaka Anolds, Stallone og Willis.
Helgi Pálsson