Leikstjóri: David Fincher
Aðalleikarar: Brad Pitt og Morgan Freeman
Eftir að hafa séð hina snilldarbíómynd Saw sem er verið að sýna í bíó á Íslandi núna (Þú verður að sjá hana :D) þá ákvað ég að lesa rýni um bíómyndina sem ég hafði nýlega séð í Morgunblaðinu og var þá bent á bíómyndina Seven frá árinu 1995 sem ætti að vera svipuð Saw.
Ef þú ætlar að leigja myndinina mæli ég með að þú lesir ekki lengra…
Myndin byrjar frekar lágkúrulega þegar Brad Pitt sem nýr lögregluþjónn kemur í nýja borg og ætlar að halda áfram starfi sínu sem rannsóknarlögreglumaður þar.
Ekki líður á löngu unns hann kynnist Morgan Freeman sem er hálfgerð fyrirmynd hans og byrja þeir að rannsaka morð þar sem maður hefur verið drepinn með því að troða ofan í hann mat þangað til hann deyr…
Hvert morðið af öðru er framið og eru skilaboð hjá hverju morði og eiga þau það sameiginlegt að vera heiti á dauðasyndunum sjö og tengjast morðin því, mörg morðin eru virkilega ógeðsleg eins og við syndina leti.
Bíómyndin minnir mig á Saw að því leyti að morðin eru jafn útpæld og flókin en í Seven er málstaður fyrir morðin en ekki í Saw, Saw er meira til að sýna fólki hve mikils virði lífið er.
Seven er með sjónarhorn sem sínir lögreglurnar sem kljást við morðin en Saw sínir fórnarlömbin.
Seven virðist ætla að enda eins og hver önnur lögreglumynd en hún hefur mjög óvenjulegan endi sem er jafnframt vel útpældur og kemur mjög á óvart, nema maður fatti það ;)
Þetta er eina myndin þar sem ég hef séð Brad Pitt vera í góðu hlutverki fyrir utan Fight Club.
Mæli með að þið leigið þessa ef þið hafið áhuga á að pæla í myndunum…
Gef henni 9 stjörnur af 10