Leikstjóri: Luke Greenfield
Handrit: David Wagner (story og screenplay)
Brent Goldberg (story og screenplay)
Stuart Blumberg (screenplay)
Leikarar: Emile Hirch, Elisha Cuthbert, Timothy Olyphant, Chris Marquette og Paul Dano.
Myndin er um ungan strák (Emile Hirch ) sem hefur gengið vel í skólanum, er efstur í sínum árgangi, og hefur mjög bjarta framtíð fyrir sér. Hefur fengið inngöngu í mjög góðan háskóla. En það er eitthvað sem vantar í lífið hans, hann hefur aldrei gert neitt villt, aldrei lifað lífinu.
En þegar ung stúlka (Elisha Cuthbert) flytur í næsta hús við hann, á margt eftir að breytast. Hún er villt, og hefur gert margt villt um ævina. Og hann fellur svoleiðis kylli flatur fyrir henni.
Hún lætur hann gera margt villt, og kemur honum í frekar mörg vandræði. T.d skrópar hann í tímum í skólanum, sem hann hafði aldrei dottið í hug að gera, og syndir í sundlaug skólastjórans og svo margt fleira.
Ég tók þessa mynd upprunnalega út af því að Elisha Cuthbert leikur í henni, og finnst mér persónulega hún vera sú fallegasta holliwod stjarnan sem ég hef séð.
Hélt nú að þetta væri nú ekki mynd upp á marga fiska, en ég hafði rangt fyrir mér því að þessi mynd var alveg þræl góð. Mjög fyndin.
Ég hélt upprunnalega að þetta væri svona rómantísk unglinga mynd, þó svo að hún sé það á mörgu leiti, þá er myndin svona í grófari partinum. Mikið af grófum bröndurum, og sést andskoti mikið í brjóst og nakta kvenmenn. En því miður sést ekki í brjóstin á Elisha Cuthbert, og var ég fyrir miklum vonbrigðum, þó svo að ég bjóst ekki við því að það mundi sjást. En maður verður að lifa í voninni.
Myndin er mjög góð á pörtum, en svo byrjar hún svolítið að dala niður í miðri mynd, og verður svolítið dramatísk, en svo lyftist hún aftur upp og verður svona fyndin en svo aftur dalast hún niður. Þetta gengur svona í svolítinn tíma, og finnst mér persónulega myndin vera aðeins of löng. Hún er næstum tvær klukkustundir, eða 1 klst og 52 mínotur. Og finnst mér það einum of langt fyrir svona bíómynd.
En engu að síður ágætis af þreigind og held ég að flestum eigi eftir að hafa gaman af.
Ég ætlaði að gefa myndinni tvær og hálfa stjörnur, en ætlaði að lyfta henni upp um þrjár stjörnu, því að Elisha Cuthbert leikur í henni, en svo ákvað ég að gefa henni bara tvær og hálfa stjörnur því að gaurinn er alltaf að kyssa hana, og maður verður frekar pirraður á því, kannski maður öfundar hann ég veit ekki. En ég ætla því bara að gefa henni 2 og hálfa stjörnur.
**1/2 /****