Paparazzi – Bíóupplifun ársins?
Við félagarnir sátum á Pizza Hut í Smáralind og snæddum á ljúffengum mat. Ég vissi ekki þarna að þetta kvöld ætti eftir að verða eitt af frábærustu kvikmyndakvöldum lífs míns. Eftir að við kláruðum máltíðina ákváðum við að kíkja í bíó, fyrir valinu varð Paprazzi, mynd sem lofaði góðu eftir nokkuð flottan trailer.
Inn í salinn fórum við og sáum sýnishorn af nokkrum lofandi myndum, sem dæmi má nefna “Elektra” sem er einstaklega lofandi. Eftir nokkra trailera byrjaði myndin loksins. Vá … tónlistin sem hljómaði í upphafi myndarinnar var yndisleg, alveg hreint mögnuð. Atburðarásin byrjaði strax við frumsýningu myndarinnar “Adrenline Force” þar sem stjarna myndarinnar Bo Laramie var staddur. Þetta var hans fyrsta mynd og var hann kominn á sína fyrstu frumsýningu. Hann steig útúr bílnum og fann strax fyrir endalaustum myndavélaflössum og látum í æstum aðdáendum. Þetta var mjög stressandi fyrir hann og tekst leikstjóranum Paul Absacal að ná mögnuðu andrúmslofti með alveg hreint rosalegri klippingu og mögnuðum skotum.
“Váááá” hugasaði ég, þetta er magnað. Atriðið endaði með snöggri klippingu og það er vítt skot af strönd. Myndavélin færist nær og sér maður Bo þar í sínu daglega strandarskokki. Það heyrist í honum þylja upp hugsanir um hvað allt væri frábært, að vera frægur, ríkur og svo framvegis. Hvernig aðalleikari myndarinnar Cole Hauser þuldi línunar upp var ansi magnað, svo svala rödd hafði maður ekki heyrt lengi. Oft vill svo verða þegar hugsanir eru lestar upp að það verðir klisjukennt og asnalegt. Svo var nú alls ekki í þetta skiptið, þetta var frábært, línurnar voru vel skrifaðar og Cole þuldi þær vel upp. Maður fær að kynnast honum og fjölskyldu hans betur í næstu atriðum sem voru svo falleg. Happy mómentin voru … hvað já, einstök. Maður hefur aldrei séð neitt svona áður, sonur þeirra var svo mikil dúlla og alls ekki pirrandi eins og það á til að gerast með unga leikara. Leikaravalið í myndinni virtist bara vera fullkomið.
Bo og kona hans voru stödd á knattspyrnuvelli til að horfa á son þeirra keppa. Allt virðist vera í lagi eða þar til Bo sér ljósmyndara vera að taka myndir af syni þeirra, hann virðist taka þetta allt saman nærri sér og gengur að ljósmyndaranum og biður hann kurteysislega um að taka ekki myndir af fjölskyldu hans, honum þætti það óþægilegt. Ljósmyndarinn, frábærlega leikinn af Tom Sizemore virðist ætla að taka tillit til þess sem Bo segir og gengur burt. Bo snýr sé því við og heldur áfram að horfa á son sinn keppa, sú sena klárast með mjög skemmtilegum skotum af fótboltaleik smábarna í slow motion, stórkostlegt. Fjölskyldan í heild sinni ætlaði sér að halda heim en Bo sér þá þennan sama ljósmyndara taka fleiri myndir af fjölskyldunni hans. Hann gengur aftur upp að honum og reiðist allsvakalega og kýlir hann á smettið. Hann hefði nú ekki átt að gera það því að félagar ljósmyndaranns náðu því á filmu og verður þetta stórfrétt í slúðurblöðum landsins. Bo er dæmdur til að fara í reiðisstjórnunarnámskeið og að borga háa sekt. Þetta var aðeins byrjunin af ljósmyndarahrakförum Bo því þessir sömu ljósmyndar áttu eftir að ofsækja hann og leiða hann í hin og þessi vandræði. Restin af myndinni fer í þennan slag milli ljósmyndaranna og Bo, og er þessi slagur einn sá best útfærði og skemmtilegasti í sögu kvikmyndanna.
Leikstjórn myndarinnar var höndum fyrrum hárstílista framleiðanda myndarinnar Mel Gibson, en hann ber víst nafnið Paul Absacal. Frábært starf sem hann gerir í þessari mynd og hlakka ég allrosalega til að sjá meira frá honum í framtíðinni. Hann nær að sameina kvikmyndatökustíl margra merkra leikstjóra og er frábært hvernig kvikmyndatakan er er aldrei í , hvað á ég að segja ? Aldrei í takt. En tökurnar eru aldrei í samræmu við tökurnar á undan og fer hann algjörlega sínar eigin leiðir í þessu öllu saman. Það er einnig frábært hvernig hann virðist ná því allra, allra, allra besta úr leikurum myndarinnar og þá sérstaklega þeim yfirleitt frekar trausta leikara Tom Sizemore. En hann virðist hafa náð að telja honum trú um að hann væri jafnvel betri leikari en Al Pacino því reiðisræðurnar eru einhverjar þær flottustu sem ég hef séð. Allir leikarar myndirinnar standa sig í rauninni frábærlega en sá eini sem er ekki fullkomin er Dennis Farina sem virðist hafa verið eitthvað í öðrum heimi í sumum senunum.
Handrit myndarinnar er fullkomið. Sagan er svo úthugsuð og traust, samtölin eru glæsileg, meina Tarantino hvað? Tarantino er bara lærlingur í að framkalla skemmtilegar samræður miðað við handritshöfund myndarinnar.
Allt í allt er þetta bara ansi fullkomin mynd og hika ég ekki við að gefa henni fjórar stjörnur af fjórum mögulegum. Meistaraverk.