Saw Leikstjóri: James Wan

Handrit: James Wan (story)
Leight Whannel ( story / screenplay)



Saw er frumraun ungra kvikmyndagerðamanna sem eru ný búnir með kvikmyndaskóla í ástralíu. Og hafa verið fyrir mikil áhrifum frá David Lynch því að stílbrögð þeirra á þessari mynd er mjög lík handbrögðum David Lynch. Það er allt í lagi að herma eftir en sumir finnast þetta einum of. Þeir sem fíla David Lynch og sjá síðan þessa mynd ættu að fatta hvað ég er að meina..

En mér fannst þeim bara takast vel með þessa mynd.

Smá SPOILER…

Myndin er lauslega um morðinga sem reyndar drepur ekki fórnalömbin sín heldur setur þau í mjög erfiðar aðstæður, og hræðilegar að þær neyðast til að drepa eða drepa sjálfan sig. Myndin byrjar að það eru tveir menn sem eru fastir n í herbergi, og vita svona nokkurn veginn ekki hvernig þeir komust þangað. En smá saman fara þeir að kynnast hvor öðrum, og byrja að raða saman atburðum sem þeir hafa verið vitni að, og kemur í ljós að þeir eiga eitthvað sameiginlegt. Þeir komast að því að það er nú ekki alveg það sem sýnist, og eiga svolítið erfitt með að treysta hvor öðrum.

SPOILER BÚINN…

Myndin byrjar eins og skot, þoli ekki mynd sem er svona hálfnuð og ekkert hefur gerst. En það á ekki við með þessa mynd, þessi mynd gerist eins og skot. Og mér líkar það mjög vel.

Ég hef heyrt á mörgum stöðum að þessi mynd sé alveg rosalega ógeðsleg, get nú ekki verið alveg sammála þeim. Jú hún er svo sem ógeðsleg, en ég hef nú séð þær verri. Það sem er samt svolítið bringlað eru hugmyndirnar hjá morðingjanum. Þ.e.a.s aðstæðurnar sem hann setur fornalömbin í. Og finnst mér James Wan og Leight Whannel með frekar shick hugmyndir. Því að aðstæðurnar eru frekar shick.

En mér fannst myndin mjög góð, vel skrifuð og leikstýrð. Þó svo að leikurinn í myndinni getur stundum verið svolítið ansalegur, þá er hann samt ágætur í heild sinni.

Maðurinn sem fer með eitt að aðahlutverkunum í þessari mynd heitir Cary Elwes. Og hef ég aðalega séð hann í svona grín og dellumyndum eins og t.d Liar Liar og Robin Hood: Men in Tights og þegar maður sér hann í svona alvarlegu hlutverki eins og þessari þá verður maður svolítið ruglaður. Því að oft þá hló ég af honum í þessari mynd, á atriðum sem áttu alls ekki að vera fyndinn. Því að ég persónulega hef ekki séð Cary Elwes leika mikið alvarleg hlutverk eins og þessi, og leið mér stundum svolítið kjánalega þegar ég sá hann í þessu hlutverki.

En það er nú bara gaman að því.

Persónulega fannst mér þessi mynd mjög góð og ætla ég að gefa henni þrjár stjörnur af fjórum. Og þeir sem ekki hafa séð þessa mynd endilega farið á hana í bíó. Ég held að þið eigið ekki eftir að vera fyrir vond brigðum.

***/****

Imdb.com: 7,3