Leikstjóri Tim Burton
Handrit: Daniel Wallace (novel)
John August (screenplay)
Þessi mynd er lauslega um son sem er vill læra meira um föður sinn sem er að deyja úr langfarandi veikindum. Vill læra um hinn rétta föður, því að faðir hans hefur bara sagt honum sögur, sögur um æsku sína og það sem hann er að gera meðan hann er í burtu, sem sonurinn er alveg hættur að trúa.
Þessi mynd er leikstýrð snillingnum Tim Burton (Batman, Edward Scissorhands, Sleepy Hollow og margar aðrar myndir) Og þeir sem hafa séð myndirnar eftir Tim Burton ættu að vita að hann er með sérstakan stíl á bíómyndum, myndinar hans eru oft mjög dymmar, mikið af svörtum litum, en samt svona inn á milli koma þessir skæru litir, eins og rauður og grænn og svona. T.d í Sleppy Hollow þegar það spítist blóð á Johnny depp, þá er blóðið alltaf mjög áberandi, rosalega rautt. En myndin sjálf er mjög dymm.
En með big fish þá er eins og hann sleppir þessu, því að myndin er mjög björt og rosalega litrík.
Big fish er alveg mögnuð mynd, eða mér fynnst það allaveg. Eitt af mínum uppáhalds myndum. Hún er svo hjartnæm, maður líður svo vel þegar maður horfir á hana.
Ewan Mcgregor er hreint út sagt magnaður í myndinni, leikur sinn karater rosalega vel, eins og bara alltaf, hann er frábær leikari.
Ég þori að viðurkenna að þessi mynd er svolítið sérstök, og sumir eru kanski ekki alveg sammála mér þegar ég segi að þetta sé eitt af bestu myndum sem gerðar voru árið 2003.
En sögunar sem maðurinn segir í myndinni eru rosalega góður og maður fynnst bara svo gaman að horfa á þessa mynd. Ég mæli allavega eindregið með henni..
Mín uppáhalds mynd eftir Tim burton þó svo að hann hefur gert snildar myndir eins og Batman og Edward Scissorhands þá fynnds mér big fish betri.
Endilega ef þú hefur ekki séð þessa mynd þá mundi ég taka hana í þínum sporum.
Ég gef allavega myndinni 4 stjörnur af 4 mögulegum.
****/****
Imdb.com 8,1