Kvikmyndin Alexander eftir Oliver Stone kom í kvikmyndahúsin í Bandaríkjunum 24.nóvember 2004. Og viti menn, Kanarnir hata hana. En hví? Þetta er Oliver Stone, frábær leikstjóri með glæsilega fortíð. Salvador, Platoon, Born on the 4th of July, The Doors, JFK, Natural Born Killers og Nixon.
Á www.imdb.com fær hún 5.5 og hafa um 3000 manns kosið. En ef þú lítur í kosningarnar sjálfar sérðu eitt sérkennilegt. Bandaríkjamenn að meðaltali gefa myndinni 5.2 en Evrópskir kjósendur gefa henni 7.5 og báðir þessir hópar hafa jafnmarga kjósendur.
Alexander floppaði í box office í Bandaríkjunum og fór beint í 7.sæti mynnir mig en í Kanada og alls staðar í Skandinavíu sem myndin var sýnd fór hún beint í fyrsta sæti. Svo er líka gífurlegur munur milli Bandarískra og Evrópska gagnrýnanda. Ef þið lítið á www.rottentomatoes.com þá fær Alexander 14% sem fáranlega lágt (allt bandarískir gagnrýnendur). Harry Knowles á aintitcoolnews.com fílaði þó myndina mikið…
En af hverju hata Bandaríkjamenn myndina? Er hún kannski bara léleg? Það gæti verið, en þanga til ég sé myndina ætla ég ekki að dæma. Gæti verið til önnur ástæða? Ég hef lesið hverja einustu umfjöllun sem ég fundið og ég hef komist að einhverju sem margar þessar umfjallanir hafa sameiginlegt.
1) Sumir hreinega þola ekki Colin Farrell (og ljósa hárið hans í myndinni).
2) Margir eru móðgaðir yfir því að sjá Alexander sem tvíkynheigðan (og Stone er ekkert að fela það).
3) Myndin of löng. Hún er 173 mínútur sem er alls ekki það langt en margir segja myndina bara vera leiðinleg. Svipað með aðrar Stone myndir… Nixon og JFK (sem eru báðar snilld).
En Evrópumenn fíla myndina greinilega mun meira en Bandaríkjamenn og ég spyr (ykkur og sjálfan mig)…
Af hverju?
Hver er ykkar álit á myndinni (hvort þið hafið séð hana eður ei)…?