Ég var að kaupa Taxi Driver á DVD, og var að fá hana í dag. Horfði á þessa snilldarmynd og varð alls ekki fyrir vonbrigðum ! Robert De Niro er alveg snilldarleikari, hann leikur allt svo illilega vel, hann virðist alltaf getað leikið þessar persónur eins og í myndinni.
Travis Beckler er leigubílsstjóri í New York, hann hefur sérstaka afstöðu til skítalýðsins, hann vill losna við allt þetta, þ.e. mellur, melludólga, dópista, morðingja o.fl. Einn dag kemur ung stúlka (Jodie Foster, 12 ára) uppí bílinn hans og segist vilja fara burt, en þá kemur “pimpinn” (Harvey Keitel) og rífur hana í burtu, Travis gerir ekki neitt og tekur við peningum sem Keitel lætur hann fá og keyrir burt. En dag einn fær hann nóg að þessu..
Robert De Niro sannaði sig þarna í þessari mynd, alveg endanlega, hversu megnugur hann er. Hann lýsti þessari persónu svo rosalega vel, enda var Martin Scorsese að leikstýra, það er ekki til betra “par”. Niro fékk óskarstilnefningu fyrir hlutverk sitt, en því miður fékk hann það ekki.
Jodie Foster var einungis 12-13 ára gömul í þessari mynd og var náttúrlega ekki orðin fræg enþá, fyrr en í þessari mynd. Einnig fékk Foster tilnefningu til Óskarsins en fékk hann ekki, ekki fyrr en í hlutverki Clarice Starling í hinni kyngimögnuðu Silence of the Lambs.
Aukadótið á þessum DVD disk er líka skemmtilegt og flott, þar er gerð myndarinnar, greinar um aðalleikarana, trailer, upprunalegt handrit og fl.
Ég mæli mjög mikið með þessari mynd, en hún er svona aðeins ógeðsleg, en ekki eins og ég hélt, það stóð utaná disknum að það hefðu verið vandræði að koma myndinni í gegnum kvikmyndaeftirlitið vegna ofbeldisins, en það var bara '76.. margt hefur breyst ! Þeir sem ekki hafa séð myndina og eiga DVD spilara, eru vinsamlegast beðnir að kaupa þetta meistaraverk núna..
4/5 stjörnum..
sigzi