Sorglegt, virkilega sorglegt.
Það sem er nú sorglegast er ekki hversu léleg myndin sé (Hún er u.þ.b. þolanleg) heldur hversu frábæra mynd hefði verið hægt að gera úr þessu.
Patrick Lussier hefur svosem reynslu í gerð korny hryllingsmynda, þar sem hann leikstýrði m.a. Scream 2 og 3, HalloweenH20 og Highlander þáttunum. Því hélt maður að hann væri orðinn hæfur sem leikstjóri, en það er langt því frá.
Skipt var milli stílbrigða í hverri einustu senu í myndinni. Maður hafði það á tilfinningunni að það væru svona 6-7 leikstjórar að myndinni sem hefðu skipt senunum nokkurn veginn jafnt á milli sín. T.d. byrjaði þetta sem high-tech spenna, sem færist svolítið yfir í modern-horror. Næst verður þetta epic-mystery sem eyðilegst alveg á Buffy-the-vampire-slayer-type atriðinu sem fylgir.

Annað sem eyðilagði mikið fyrir mér var character Mr. Van Helsing.
Hann átti að vera gamall og dularfullur kall en persónan var of grunn til að vera dularfull og mögulega ekki nógu gamall til að vera gamall.

Lausnin á hvernig skal drepa ódauðlegar verur (Já góði kallinn vinnur) fannst mér koma of auðveldlega til að geta talist sem hæfandi endir en hefði verið hægt að gera mun dramatískara ef forsagan hefði verið upplýst fyrr og sýnd betur.

Tónlistin í myndinni var þó mjög góð og skemmtilega notuð
Því miður er hún og það að Jery Ryan skuli koma fram einu kostir sem ég man eftir að þessi mynd hafi framyfir aðrar.

Hugmyndin bjó yfir miklum möguleikum, en Patrick Lussier virtist hafa litið framhjá þeim flestum. Get ekki mælt með þessari mynd fyrir almúgann, en þið hörðu kvikmyndaáhugamenn gætuð viljað sjá hana bara vegna sögulegs gildi hennar sem misheppnaðasta vampírumynd síðustu áratuga.
Patrick Lussier ætti bara að halda sig við að gera framhöld af myndum annarra. Hann gat það þó sæmilega.

**1/2 af *****
kv.