Ég man að fyrir um það bil tveim árum kom grein sem vakti upp allnokkrar umræður. Þá var verið að tala um hvaða myndir væru bestar kvikmyndalega séð, ekki uppáhaldsmyndir! Mér langar bara að endurvekja umræðurnar.

Ef ég á að segja mitt álit þá finnst mér leikstjórarnir Stanley Kubrick og Akira Kurosawa hafa verið langt á undan öðrum kvikmyndagerðarmönnum. Það hvað þeir náðu að gera mörg listaverk á sínum ferli geta ekki margir leikið eftir. Ég hef samt ekki séð allar myndir Kurosawa en ég verð að segja að Kubrick sendi ekki eina mynd frá sér sem flokkaðist í hóp meðalmynda.

En ég á að telja upp þær myndir sem mér finnst vera mestu meistaraverk kvikmyndalega séð þá eru þær þessar:

Stanley Kubrick:

2001:A Space Odyssey:
Þrátt fyrir að vera orðin 36 ára gömul þá liggur við að mér finnist myndin innihalda flottustu tæknibrellur sögunnar. Einhver flottasta myndataka allra tíma og tónlistin frábær.

A Clockwork Orange:
Það er fáum sem líkar ekki við þessa mynd nú til dags. Hún er einfaldlega svo svöl að hún grípur nær alla þrátt fyrir mikið ofbeldi. Kvikmyndatakan er mögnuð, einnig búningarnir og ekki má gleyma notkun tónlistar í myndinni. Klassík.

Barry Lyndon:
Barry Lyndon var ekki lík neinni annarri mynd Kubrick´s. Hann var vanari að leggjast í djarfari verkefni. Fyrir mér er Barry Lyndon eitt listaverk, lítur nánast út eins og málverk, Myndin var skotin með linsu sem fáir eða engir höfðu notað og úr varð, eins og áður sagði einhvers konar málverks bragur á myndinni.

Myndir Kurosawa:
Rashomon
Seven Samurai
Ran
Ikiru

Þetta er allt myndir sem ég hef séð með meistaranum, verð endilega að sjá fleiri. En málið er að allar þessar myndir eru hrein og bein listaverk. Kvikmyndatakan ótrúlega flott og lýsingin einnig.

Aðrir af þeim bestu:

Ekki má gleyma honum Hitchcock í þessum umræðum. Sorglegt að Hitchcock og Kubrick fengu aldrei óskarinn á sínum ferli, því að mínu mati áttu engir það frekar skilið.

Alfred Hitchcock:
39 Steps
Rebecca
Shadow of a Doubt
Stranger On a Train
Rear Window
Vertigo
North By Northwest
Psycho
The Birds

Þetta er allt myndir sem ég hef séð með meistaranum, verð endilega að sjá fleiri. En málið er að allar þessar myndir eru hrein og bein listaverk. Kvikmyndatakan ótrúlega flott og lýsingin einnig.

David Lynch er einnig ótrúlega góður leikstjóri og nýjasta dæmið var Mulholland Drive. Reyndar var handritið þar svo rosalegt að það var líklega það sem gerði gæfumuninn.

David Lynch:
Elephant Man
Blue Velvet
Eraserhead
Mulholland Drive


Margir dýrka menn eins og Francis Ford Coppola, Martin Scorsese, Steven Spielberg og Tim Burton. Persónulega finnst mér Tim Burton vera sérstakastur(af þessum fjórum) og engir leikstjórar hafa eins gott auga fyrir smáatriðum.
En bestu myndir þessara manna eru:

Godfather Pt. 1 & 2(Coppola)
Apocalypse Now(Coppola)
Mean Streets(Scorsese)
Taxi Driver(Scorsese)
Raging Bull(Scorsese)
Schindler´s List(Spielberg)
Saving Private Ryan(Spielberg)
A.I.(Spielberg)
Edward Scissorhands(Burton)
Ed Wood(Burton)
Big Fish(Burton)

Nú í síðari ár hafa margir færir leikstjórar komið upp á yfirborðið. Má þá nefna menn eins og Gus Van Sant og Darren Aronofsky. Elephant(Sant) og Requiem For A Dream (Aronofsky) er bara listaverk af kvikmyndum af vera. Báðar innihalda þær frábæra kvikmyndatöku og flottustu klippingar sem ég hef séð seinustu árin.

*Tek það fram að ég var ekki að telja bestu myndir eftirtaldra leikstjóra, heldur aðeins að telja upp flottustu kvikmyndir þeirra, kvikmyndagerðarlega séð.

Ég á án efa eftir að kynna mér fleirri snillinga, eins og Fellini og fleiri en þetta voru þeir sem mér datt í hug þessa stundina.

Það væri gaman ef þið myndum telja upp myndir eða leiksjóra sem þið teljið vera bestar/bestir kvikmyndalega séð.