Inniheldur smávegis spoilera, enn ekkert sem eyðileggur þetta meistaraverk fyrir þér.
Aðeins Tim Burton gæti opnað mynd sem byrjar þannig að barnabarn biður ömmu sín ljúflega að útskýra hvaðan snjórinn kemur, og einhvernveginn breytt því í myrkva, viðkvæma, ruglingslega og jafnt svo yndislega sögu. Edward Scissorhands er ein uppáhalds kvikmynd mín(Gæti reyndar sagt það um hverja einustu mynd sem Tim Burton hefur gert…Nema Mars Attack). Peg Boggs(Dianne Wiest) leikur sölukonu sem gengur ekki sem best að selja og ákveður því að fara í stutt ævintýri að yfirgefnum kastala(Mansion) er hún gengur nær tekur hún eftir þessum gullfallegu skreytingum gerðar úr trjám og ákveður að halda ferð sinni áfram og labbar inn. Óttalaus labbar hún ruglingslega um húsið í leit að einhverjum. Í sinni ferð sér hún skugga í littlu horni, og kemur auga á Edward(Johnny Depp) Hann rís upp með sitt úfna hár og með skæri í stað handa, svo ljúfur enn þrátt fyrir óttalegt útlit ákveður hin góðhjartaða Peg að taka hann með sér heim. Suburbia, bærinn með sín litríku hús og allir of indælir. Þau komast að einstökum hæfileika hans sem felst í því að klippa og breytir hann Suburbia í einn stórann draumagarð og er svo yndislegur og ein stór ráðgáta fyrir allar eiginkonurnar til að blaðra yfir. Edward hafði búið einn enn síðan eigandi hans (Vincent Price) dó, áður enn hann gat sett hendur á Edward í stað skæra. Enn það eru rotin epli í Suburbia er Joyce(Kathy Baker) reynir að tæla Ed, og (Anthony Michael Hall), kærasti dóttur Peg's, sem gerist afbrýðissamur, og þegar þau snúa sér að Edward fara hlutirnar að ganga í aðra átt enn Peg hafði hugsað sér. Johnny Depp og Winona Ryder eru alveg með frábærann leik og Danny Elfman situr punktinn yfir I-ið með frábærri tónlist í takt við yndisleika myndarinnar. Edward Scissorhands er ekki beint jólamynd þótt hún skeður á því tímabili, enn hann er ákveðið fyrirbæri sem sker sig útur, og getur ekki snert sig nema að skera sig, og á þessum tíma árs eigum við að vera að bera út gleði. Enn hið “yndislega” fólk í Suburbia reka Edward frá sér og vilja ekkert við hans ást að gera. Vægast sagt yndislega mynd fyrir alla.
Óskarsverðlauna tilnefningar:
Best Makeup: Ve Neill and Stan Winston
Golden Globe Tilnefningar:
Best Actor (Musical/Comedy): Johnny Depp