Walt Disney Treasures: Wave 3
Ég ætla eftir langan tíma að taka upp lyklaborðið og byrja skrifa aftur DVD fréttir, greinar eða umsagnir ef vel liggur á mér og langaði að byrja að skrifa smá texta um DVD seríu sem er búin að vera vinsæl hjá fjölmörgum Disney aðdáendum ásamt fleirrum, The Walt Disney Treasures.
The Walt Disney Treasures eru DVD sett sem Disney er búin að vera gefa út núna síðastliðin 3 ár eða síðan Desember 2001. Útgáfur þessar skiptast upp í tímabil eða eins og þeir vilja kalla þetta Waves (öldur), í hvert skipti sem svokallaða wave kemur er hægt að fá í takmarkað tíma (eins og eiginlega allt besta efnið frá Disney) og einungis þann tíma (kemur kannski aftur út eftir 10 ár eins og restin). En ekki nóg með að DVD seríunnar vera einungis fáanlegar í takmarkaðann tíma, heldur einnig í takmörkuðu upplagi, eða allt frá 105 þúsundum eintaka uppí 175 þúsund eintaka.
Öll settin eru gefin út í álboxi ásamt litlu póstkorti og snepil um eignarrétt á settinu ásamt því er gefið upp á miðanum númer hvað settið er og af hversu mörgum það er.
Tímabilin sem settin eru búin að koma á eru eftirfarandi:
Wave 1 – Desember 2001
Wave 2 – Desember 2002
Wave 3 – Maí 2004
Og núna í desember 2004 er Wave 4 væntanlegt.
Mig langaði aðeins að fjalla betur um nýjasta wave-ið og jafnframt það sem mér finnst mest spennandi af þessu (og eina sem er hægt að nálgast í dag).. Wave 3.
DVD útgáfur af Wave 3 er eftirfarandi:
· Mickey Mouse in Living Color Volume 2
· The Chronological Donald Volume 1
· On the Front Lines
· Walt's Tomorrowland
Mickey Mouse in Living Color Volume 2
Seinna bindið af tveimur um mest elskuðu hetju Disney’s, Mikka mús í lit. Diskur þessi tekur við þar sem sá fyrri skildi eftir, allar Mikka mús teiknimyndirnar frá 1939 til dagsins í dag ásamt stuttum kvikmyndum á borð við, Mickey's Christmas Carol og The Prince and the Pauper. Í heildina 18 stuttar teiknimyndir og 3 lengri, ásamt kynningu frá kvikmyndafræðingnum, Leonard Maltin sem fer í gengum seinni tímalínuna af Mikka mús í lit.
Upplag: 175.000 tin umbúðir.
The Chronological Donald Volume 1
Fyrri hlutinn af vonandi nokkrum bindum af klaufagangi Andrésar Andar og vinum hans, allt frá fyrsta þættinum sem hann kom fram í, The Wise Little Hen sem aukahlutverk undir “Mickey Mouse Presents” árið 1934 og seinna meir þegar hann státaði sjálfur í sínum eigin þætti, “Donald Duck Presents” árið1936. Allar Andrés Andar teiknimyndirnar frá Donald and Pluto (1934) til Chief Donald (1941) ásamt kynningu frá Leonard Maltin og viðtal við manninn bakvið rödd Andrésar í 50 ár, Clarence “Ducky” Nash.
Upplag: 165.000 tin umbúðir.
On the Front Lines
Desember 8, 1941 var teiknimyndastúdíó Walt Disney’s tekið yfir af Bandarískum hervöldum í þeim tilgangi að búa til svokallaðar “propaganda” myndir, eða áróðursmyndir. Disney eyddi þessum 4 árum í að framleiða áróðursteiknimyndir fyrir Bandaríska herinn og engar af þessum myndum hafa fengið að sjá dagsins ljós fyrr en í dag þegar þetta safn mynda er gefið út á DVD mynddisk ásamt mjög öflugri áróðursmynd sem var sýnd í kvikmyndahúsum árið 1941, Victory Through Air Power. Á disknum er að finna teiknimyndir á borð við; Donald Gets Drafted, Der Fuehrer's Face, The Spirit of '43 og What is Disease?. Allt teiknimyndir sem voru bannaðar í flest öllum löndum. Kynning frá Leonard Maltin ásamt viðtölum við Joe Grant, John Hench og Roy Disney.
Upplag: 250.000 tin umbúðir
Walt's Tomorrowland
Walt Disney hafði mikla trú á geimferðalögum og flest öllum hlutum tengdum þeim, áhuginn hans og hugleiðingar um geimferðalög urðu af veruleika með hjálp almennings og Bandarísku geimkönnunnars tofnunninnari voru framleiddir þættir um möguleika geimferðalaga og geimkannanir. Kynning frá Leonard Maltin.
Upplag: 105.000 tin umbúðir
Mér finnst allveg frábært að þessir þættir séu að fá þessa meðferð, mikið var að Disney myndi opna fyrir almenningi safnið af sjaldgæfum og gömlum þáttum. Sjálfur er ég búinn að kaupa Mickey Mouse in Living Color Volume 2 og The Chronological Donald Volume 1 úr Wave 3
Er búinn að vera í skýunnum síðan ég keypti settin og ætla eflaust að bæta við í safnið, On Front Lines eftir jól :)
Ætla að sjá viðbrögðin við þessari grein og sé svo til hvort ég skrifa fleirri um Disney Treasures settin ;)