Ken park.
Leikstjórn: Larry klark og Edward Lachman
Handrit: Larry Klark og Harmony Korine
Myndin er lauslega um nokkra unglinga, sem hafa það frekar erfitt, og um sjúku hugsanir þeirra.
Ég ætla aðeins að segja ykkur um hvern einstakling áður en ég fer meira í myndina.
Ken park er strákur sem kemur myndinni svo sem ekkert mikið við, kemur aðeins í byrjuninni en svo ekkert mikið meira.. Hann er mjög þunglyndur strákur, sem á mjög erfitt eins og allir í þessari mynd. En hann er oft strítt yfir því að nafnið hans afturábak er krap nek.
Shawn er strákur sem er strákur sem er á krossgötum í lífinu, hann er með kærustu en heldur meira upp á mömmu hennar. Og þau hafa mjög náið samband, hann og mamma kærustu hans.
Tate er strákur með mjög saurugar hugsanir, hann býr hjá ömmu sinni og afa, sem vilja allt fyrir hann gera, en hann hatar þau. Hann á 3 lappa hund sem geltir og geltir, og það fer alveg rosalega í taugannar á honum.
Peaches er alin upp hjá mjög strangtrúaða föður sínum, sem virðist vera mjög góður maður, en svo kemur í ljós að hann er rosalega sjúkur. Hún er rosalega lauslát, og vill alveg það öfuga við það sem faðir hennar er að reyna að ala hana upp við.
Sem er sýnt mjög náið í myndinni.
Claude er mjög góður strákur, eða mér sýnist það allavega þegar ég horfði á þessa mynd. En hann er alin upp alveg hræðilega. Pabbi hans hatar hann, og er alltaf að gera honum lífið leitt. Og Claude stendur þarna bara og gerir aldrei neitt. Maður vorkennir honum svolítið í þessari mynd.
En jæja nú er ég búinn að fara yfir svona þá krakka sem koma mest fyrir í myndinni.
En mér fannst þessi mynd svona persónulega ekki nógu góð. Þetta átti svona að vera áhrifa mynd en hafði nú samt engin áhrif á mig.
Lary klark sem er maðurinn á bakvið þessa mynd, hann er með unglinga á heilanum, hann hefur bara gert myndir um unglinga, eins og t.d Kids, bully,og svo another day in paradise . Og ég hef líka séð kids, og hún átti líka að vera svona áhrifa mynd, en ég er mjög hræddur um að hún hafði alveg öfug áhrif.
Það er nú samt gaman að segja frá því að Lary Klark vann til virtra kvikmynda verlauna aðeins 18 ára gamall. (man ekki hver þau voru)
En nú er ég alveg komin út fyrir efnið. Ken park er svona í grófari kantinum og þetta er ekki svona mynd sem þú ættir að horfa á með fjölskildu þinni. Það er mikið af grófum atriðum sem alveg eins mátti sleppa, því að þau komu sjálfri myndinni ekkert við. En þetta var nú samt mjög góð sölubrella, því það er eins og fólk vill láta sig vera misboðið. Ég fór allavega á þessa mynd upprunalega út af því að ég heyrði að hún væri ógeðsleg og að það voru sum atriði þarna langt frá öllum siðferðis mörkum.
En myndin er því miður ekki góð, burt frá öllum þessum grófu atriðum, þá er ekkert sem gerist í þessari mynd. Það er engin söguþráður. Það er eins og handritshöfundarnir settust niður og gerðu handritið á svona 5 mín og svo bara leikið á fingrum fram þegar myndin var síðan gerð. Ég allavega mæli alls ekki með þessari mynd.
Mín einkunn: * (ein stjarna)
Imdb.com: 6,0 (einkunn)