Ég var að enda við að horfa á Unbreakable í annað sinn. Þegar ég sá hana fyrst fannst mér hún góð, en ekki jafn góð og hinar M. Night Shyamalan myndirnar sem ég hafði séð, Signs og Sixth Sense.
Það er álit sem ég hef heyrt um allt. Það virðast flestir sem ég hef heyrt í vera á því að Unbreakable sé sísta mynd Shyamalans.
Eftir að hafa horft á myndina núna í kvöld, er ég á allt öðru máli. Mér finnst Signs, Sixth Sense og the Village vera óhugnalegri og með óvæntari endi, meira plotti, en þær eiga líka að vera það. Mér finnst ýmsar af pælingunum a bak við Unbreakable vera jafngóðar ef ekki betri þeim sem leikstjórinn setur fram í hinum myndum sínum.
Það að horfa á myndina í annað sinn fékk mig virkilega til að hugsa. Mér finnst bara nokkuð til í aðalkenningum myndarinnar. Fyrst að það eru til manneskjur jafn veikburða og persóna Samuel L. Jackson, þá ætti að vera alveg jafn líklegt að það sé til manneskja sem er einmitt andstæðan.
Ég var bara að velta fyrir mér af hverju það sé svona algengt að Unbreakable sé talin versta mynd Shyamalans.
Mig langar endilega að heyra álit ykkar sem hafa séð myndir hans. Finnst ykkur hún verst? Af hverju?
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'