The Hire Nú hefur David Fincher( sá mikli snillingur) ákveðið að framleiða fimm digital stuttmyndir sem hægt er að downloada á netinu. Þessi sería af myndum hefur fengið nafnið The Hire. Hann er búinn af fá til liðs við sig 5 fræga leikstjóra. Þeir eru John Frankenheimer,Ang Lee, Wong Kar-wai,Alejandro González Inarittu og megasnillingurinn Guy Ritchie.
Myndirnar heita Ambush(Frankenheimer),Chosen(Ang Lee),The Follow(Kar-wai),Powder Keg(Inarittu) og Star(Guy Ritchie).
Allar myndirnar fjalla um ökumann sem lendir í vandræðum, hann er leikinn af Clive Owen. Fyrsta myndin er nú þegar tilbúin, það er Ambush. Hún átti fyrst að vera löng BMW auglýsing en hún lengdist í stuttmynd. Þess má til gamans getið að höfundur hennar er enginn annar en Andrew Kevin Walker(Se7en,Sleepy Hollow). Það er hægt að downloada þessa mynd á BMWfilms.com
Ég veit ekki hvenær hinar myndirnar verða tilbúnar en þið getið fylgst með því á davidfincher.net
Ég bíð spenntur eftir myndinni hans Guy Ritchie( Star) en Madonna leikur víst í henni.
WELCOME TO THE DIGITAL WORLD!!!!!!

-cactuz