Eink á imdb.com: 7.2
Lengd: 8 mín
Leikstjóri: Sandy Collora
Ég komst yfir þessa mynd í gærkvöldi, og verð ég að segja að hún kom mér stórkostlega á óvart. Ég hefði verið miklu viljugari til að borga 800. kr í bíó á þessa heldur en Alien Vs. Predator.
Myndin segir frá því þegar Jókerinn sleppur frá geðveikrahæli. Batman eltir hann upp og nær honum í dimmu húsasundi. Það sem þeir vita ekki er að í þessu húsasundi er eitthvað mikið meira og óhugnalegar en þeir tveir.
Ég verð nú bara að segja, ég átti alls ekki von á því að þessi 8 mín stuttmynd væri svona fáranlega góð. Ég skoðaði hvað hún kostaði í framleiðslu og sá að hún kostaði 30.000 dollara í framleiðslu. Það er mikið. Enda sést það í myndinni. Predator-arnir eru ekkert síðri í þessar mynd en í fyrr bíómyndum(og eru betri en í AvP). Alien stendur alveg undir sér. Batman er svo lítið slappur, er í gamla búningnum sínum(þessum gráa) og leikarinn sem leikur Batman er ekki í ýkja fitt til að vera í þessum búningi. Jókerinn er virklega flottur og gefur Jack Nicholson ekkert eftir. Reyndar ótrúlega vel leikinn. Þetta er mynd sem allir aðdáendur Alien og Predator ættu að verða sér útum. Á alveg heima í safninu, miklu frekar en Alien Vs. Predator.
Gef myndinni ***1/2 af ****
—Spoler—
Reyndar geta Batman aðdáendur líka orðið ánægðir með þessa mynd, enda fær Batman þvílíkan hétjudauða.
—Spoler—
Helgi Pálsson