Hér á Huga hafa verið nokkrar skemmtilegar umræður og rökræður um bestu tónlistarmenn allra tíma, bestu plötuna, besta söngvarann og fleira í þeim dúr. Það er nú allt mjög svo gott og blessað en mig langaði soldið að vita um uppáhaldsmyndir fólks. Smekkur manna er að vísu jafn margbreytilegur og kvikmyndirnar eru margar en endilega, upplýsið mig.
Hér eru nokkrar af mínum uppáhöldum: Lock stock and two smoking barrels, Snatch, American history x, The Usual suspects, An interview with a vampire, American Beauty, Gladiator, A clockwork orange, The shining, The thin red line, The lion king, LA confidential, Seven, Festen, Romper stomper og svo framvegis.
Flest eru þetta nú frekar nýlegar myndir en mér leikur forvitni á að vita hvað ykkur hinum finnst.
Mikið er ég nú þjóðleg. Allt sagt á mjög íslenskan hátt. :)