the Frighteners er náttúrulega algert brill, en fyrstu tvær myndir Peter Jackson eru líka stórkostlegar. Heavenly Creatures var náttúrulega vendipunkturinn í ferlinum hans, því áður hafði hann gert myndirnar Bad Taste (sem hann gerði á fjórum árum, um helgar og í fríum, ásamt vinum sínum), Braindead, sem var titluð Dead Alive í Bandaríkjunum af því að önnur mynd á vídjóleigum hét Brain Dead, og Meat the Feables, sem hefur verið lýst sem Prúðuleikurunum á eiturlyfjum. á eftir Heavenly Creatures gerði hann líka “heimildarmyndina” Forgotten Silver um kvikmyndagerðarmann sem afrekaði heilan helling, eins og að festa á filmu fyrsta flugið þremur dögum áður en Wright bræður flugu sitt sögulega flug, og tók fyrstur upp á litfilmu, en fékk engin kredit fyrir. allt Nýja Sjáland var í öngum sínum yfir þessu óréttlæti sem maðurinn hafði sætt, þangað til nokkrir áhorfendur fóru að velta því fyrir sér af hverju enginn hafði heyrt af þessum manni fyrr. ástæðan var einfaldlega sú að hann var aldrei til! Peter Jackson bjó hann til frá toppi til táar og allir tóku hann trúanlegan… til að byrja með. Peter Jackson er brill og með þetta efni í höndunum þá hlýtur þetta að verða snilld. ef ekki þá missi ég alla trú á kvikmyndum. svo einfalt er það.
-I don't really come from outer space.