Föstudaginn 4. ágúst síðastliðinn fór ég á óvissusýningu í regnboganum. Það átti að sýna eina af fjórum myndum: X-Men, Scary Movie, Big Momma´s House og What lies Beneath. ég var að vonast eftir því að X-men yrði sýnd en auðvitað var sýnd einmitt sú mynd sem mig langaði ekki að sjá: BIG MOMMA´S HOUSE. Ég var ekki ánægður, allir hinir í salnum voru á öðru máli, þegar nafn Martin Lawrence birtist og fólk fattaði að Big Momma´s House yrði sýnd var klappað og flautað. Og það er alveg skiljanlegt, Martin Lawrence er skemmtilegur náungi og getur verið nokkuð fyndinn, en vandamálið er að til þessa hefur hann enn ekki leikið í góðri mynd. Blue Streak, Bad Boys, Thin Line between love and hate og Life eru allar viðbjóður. Nothing to lose var þokkaleg, ekkert meira, nokkur fyndin atriði en annars viðbjóðslega væmin og klisjukennd, það var samt aðallega Tim Robbins að þakka að myndin var þolanleg en hann er í miklu uppáhaldi hjá mér. Allaveganna.
Big Momma´s House var alveg einstaklega ófyndin og leiðinleg mynd.
Ég held að ég hafi hlegið svona þrisvar. Ég fíla alveg aulahúmor, mér finnast myndir eins og American pie, Something About Mary og Dumb and Dumber einkar skemmtilegar og fyndnar myndir.
EN BMH var bara ekkert fyndin og þegar mynd er ekki fyndin fer maður að spá í hluti eins og leik, söguþráð og þvíumlíkt.
Og það var allt einkar lélegt í þessari mynd. Það mætti halda að ekkert handrit hafi verið skrifað fyrir þessa mynd. Þessi mynd virkaði eins og hún hafi verið samin á staðnum, þetta var allt svo heismkt og ófrumlegt að það hálfa væri nóg. Það þarf ekki að vera nein snilldarleikur eða snilldarsöguþráður í svona myndum en mér finnst bara svo pirrandi þegar það er svona illa gert eins og í þessari. Það er ekkert mál að gera þessa hluti betur. ég hefði kannski fyrirgefið þetta ef myndin hefði verið fyndin en hún var það bara ekki, það voru eiginlega engir brandarar, bara einhver fíflalæti. Svo var þessi mynd svo illa leikstýrð, myndataka, klipping og þvíumlíkt, allt hlutir sem leikstjórinn hefur yfirumsjón með, er einkar ábótavant. Maðurinn sem leikstýrði mynd þessari heitir Raja Gosnell og leikstýrði m.a Home Alone 3. Mér finnst að þessi maður ætti að gera eitthvað annað en að leikstýra bíómyndum, t.d að selja pulsur eða eitthvað. Það myndi hæfa gáfum hans. Já gott fólk ef þið vitið það ekki þá er leikstjórinn einn mikilvægasti maður í mynd, ef ekki bara sá mikilvægasti, það er umdeilt, og það er yfirleitt þeim að kenna ef mynd er léleg og þeim að þakka ef mynd er góð.
í stuttu máli fannst mér BMH vera skítamynd og ráðlegg ég öllum að forðast hana þegar hún kemur í bíó og sjá X-men eða eitthvað í staðinn. Ég er samt nokkuð viss að flest ykkar muni fíla þessa mynd, allaveganna fíluðu allir á sýningunni sem ég var á myndina í botn. Það var mikið hlegið og mikið klappað. Og eflaust munuði bara líta á mig sem einhverns snobbaðan fýlupúka sem fílar bara listrænar myndir. En það er ég ekki. Ég held bara að ég sé snillingur og að allir sem fíla Big Momma´s House séu hálfvitar með 3ja ára húmor. Segi nú bara svona.

Big Momma´s House fær * af **** hjá mér
hún er viðbjóðu