Mikið hefur breyst í Hollywood síðan Predator 2 var framleidd fyrir litlum 14 árum, endirinn á henni gaf augljóslega möguleika á framhaldsmynd og hafði ég hlakkað til þess dags sem ég gæti horft á Predator í þriðja sinn, enda mikill aðdáandi. Slatti hefur verið um svokallaðar Versus myndir undanfarið þar sem tveir erkifjandar mannkynsins slást uppá líf og dauða og má þar nefna til dæmis Freddy Vs Jason. Sú mynd var ágætis afþreying vegna þess að hún var hröð og haldið á léttu nótunum. AVP rembist hinsvegar eins og rjúpan við staurinn við að vera gáfuleg og svöl þessar 88 mínútur.
Söguþráðurinn er auðvitað frekar einfaldur og settur bara til þess að skapa flott umhverfi sem bakgrunn fyrir allar tæknibrellurnar. Billjónamæringurinn Charles Bishop Weyland (Lance Henriksen) Hefur uppgötvað pýramída grafinn 600 metra undir ísnum á suðurskautslandinu sem gæti verið lykillinn af upphafi menningar á Jörðinni. Hann ræður hóp vísindamanna til að fara niður að pýramídanum og komast að því hver byggði hann og til hvers, óaðvitandi að bardagi milli tveggja erkióvina er að hefjast með slæmar afleiðingar fyrir mennina.
Alien Vs Predator er forheimskandi mynd. Hver með fulla greind vill sjá handritshöfundin og leikstjórann taka ekki eina heldur tvær kvikmyndaseríur og gera lítið úr þeim á tæpum 90 mínútum. Kannski einhverjir 12 ára kanar sem þessi mynd er greinilega gerð fyrir. Aðrir ættu að spara peninginn og vera heima.
Anderson stígur upp að pallborðinu með hræðilegan feril sem inniheldur slæmar myndir eins og Soldier, Mortal Kombat og Event Horizon. Greinilega þá hefur AVP ekki haft jafn hátt budget og Resident Evil því að myndin er stútfull af hlægilega lélegum hasar atriðum þar sem illa gerðir Predator búningarnir eru faldir með myrkri og þoku. Andlit Predatorana hefur líka verið endurhannað og lítur það enn verr út en í upprunalegu myndinni sem var gerð 1987. Kallast þetta þróun?
Niðurstaða ekki sjá þessa mynd ef þú er aðdáandi seríanna tveggja.
>>>>>>>>>>>>>SPOILERS<<<<<<<<<<<<<<<
Hér eru nokkur atriði sem útskýra af hverju þessi mynd er haugur af klaufdýrahlessingi
1. Það er ekki nauðsynlegt að koma fram við Sci-Fi aðdáendur eins og hálfvita. Það er engin ástæða til þess að útskýra hvert einasta smáatriði á 5 mínútna fresti (miklum tíma var eytt í myndinni í svoleiðis kjaftæði) Snemma í myndinni er útskýrt að árið 1904 hafi allir á hvalveiðistöðinni horfið sporlaust við mjög undarlegar aðstæður. Núna er árið 2004… aaahh það eru akkúrat hundrað ár síðan. Leikstjórinn er semsagt að segja að Predatorar og Aliens drápu allt fólkið. Ég þurfti enga frekari útskýringu á því eins og með þetta tímahjólsrugl…
2. Hver í fjandanum hannar sleða sem þarf aðgangs kóða til þess að hægt sé að nota hann sem er svo hægt að komast framhjá með því að lemja á neyðarhnapp.
3. Hvers vegna í fjáranum þarf fólk alltaf að vera snerta slímið sem “Alienin” skilja eftir sig á jörðinni? “ahh kúkur, best að káfa aðeins á honum til þess að vera viss um hvað þetta sé”