Næsta mynd M. Night Shyamalan..... Nú á dögunnum byrjaði hann M. Night Shyamalan að koma í verk næsta leikstjórnar verkefni sínu sem ber nafnið “ Signs” en Disney á réttinn eins og á tveimur síðustu myndum hans.
“Signs”gerist í Pennsylvaníu og segir frá bóndabæ einum sem er að taka uppskeru sína og eftir uppskeruna finnast 500-feta línur og hringir skornir í jörðina á dularfullan hátt.

Mér finnst þessi söguþráður mjög góður og vona að myndin verði eins góð og The Sixth Sense og Unbreakable en vona einnig að Bruce Willis leiki ekki í myndinni (það passar engann veginn!).
Myndin er væntanlega árið 2002.

Mér sýnist þessi grein sé aðeins of stutt fyrir forsíðu svo að ég fer stutt yfir feril Shyamalan.

M. Night Shyamalan
Fæddur : 6 Ágúst árið 1970

Manoj Nelliyattu Shyamalan er fæddur í Indlandi árið 1970 og fluttust foreldrar hans til Philadelphia stuttu síðar. Á hans barns árum hélt hann mikið uppá kvikmyndir og kvikmyndagerð, þegar hann var átta ára fékk hann í gjöf kvikmyndavél og reyndi svolítið við stuttmyndagerð en þegar hann var 12 ára var hann ákveðinn að hann mundi gera kvikmyndagerð að sínu lífsbrauði þegar hann sá kvikmyndina Raiders of the Lost Ark sem Steven Spielberg leikstýrði og síðan hefur Spielberg verið goðið hans.
Árið 1992 leikstýrði hann og skrifaði Praying with Anger og hún fékk ágætis dóma og gagnrýnendur sögðu að Shyamalan ætti mjög bjarta framtíð í kvikmynda heiminum, 6 árum seinna leikstýrði hann Wide Awake sem fékk einnig góð dóma. Svo var það árið 1999 sem hann leikstýrði og skrifaði The Sixth Sense sem sló allsstaðar í heiminum þá fyrir hvernig hún náði til þess plata fólk með þessum frábæra endi og hvernig hún hræddi það einnig. Svo árið 2000 leikstýrði hann og skrifaði Unbreakable sem náði einnig til þess að plata fólk með endirnum eins og með The Sixth Sense.
Mér finnst rétt að enda þessa grein með yfirliti yfir myndir Shyamalan:

Leikstjóri:
Signs(2002
Unbreakable (2000)
The Sixth Sense (1999)
Wide Awake (1998)
Praying with Anger (1992)

Written By:
Signs(2002) (written by)
Stuart Little (1999) (handrit)
The Sixth Sense (1999) (written by)
Wide Awake (1998) (written by)
Praying with Anger (1992) (written by)

Leikari (smáhlutverk eða feluhlutverk)
Unbreakable (2000) - Stadium Drug Dealer
The Sixth Sense (1999) - Dr. Hill
Praying with Anger (1992) - Dev Raman

IndyJones

P.S. ÉG VEIT AÐ ÞETTA ER SAMA GREIN OG Dót.!!!!!! ÉG ER EKKI AÐ STIGAHÓRAST!!!