Tölvugerðir leikarar.
Nú er það komið út í það að kvikmyndagerðarmenn eru farnir að nota tölvugerða leikara.<br> Al Pacino er að fara leika í kvikmynd sem nefnist “Simone” og hafa framleiðendur leitað út um allt og finna ekki réttu leikkonuna til að leika á móti meistara Pacino. Þeir hafa ákveðið að nota tölvugerða leikkonu og segja að það sé auðveldara og ódýrara að búa til leikkonu í tölvu.<br> Ég sjálfur er nú algjörlega á móti því að notast við tölvugerða leikara nema þá þegar er verið að taka upp eitthvert rosalega áhættuatriði eða leikar á að vera í hættulegu umhverfi. Það er hægt að skanna allan líkama leikara og sett hann inn í tölvu. Gott dæmi um það er nýjasta mynd Kevin Bacon “Hollow Man”. Tölvugerðir leikara munu ekki geta náð að tjá sig eins vel og alvöru mannvera og svo má ekki gleyma að tölvugerður leikari mun ekki eiga neitt einkalíf til að gera einhverja gloríur til þess að slúðra um. Er það ekki aðalega það sem Hollywood veltir sér upp úr um? Ég meina, maður verður að fá slúðrið á morgnana með Mogganum.