Ég ætla aðeins að fjalla um myndirnar hans M. Night Shymalans, helst The Sixth Sense, Unbreakable, Signs og Village.
SIXTH SENSE
Myndin sem kom Shymalan á toppin, besta mynd hans þegar hún kom út. Tilnefnd til margra mikilvægra verðlauna. Hún er náttúrulega frábær mynd en ég ætla ekki að tala um hana mjög mikið. Ég gaf henni 3,5 af 4 stjörnum. Ein besta mynd 1999.
UNBREAKABLE
Mér fannst Unbreakable snilld þegar ég sá hana í bíói desember 2000. Mörgum fannst hún crap sem ég skildi aldrei. Ég var rosalega sáttur við allt, leikinn, kvikmyndatökuna sem var geðveik. Handritið var mjög gott, og leikstjórnin líka mjög góð. Tónlistin var afskaplega eftirminnanleg, hann james Newton Howard með eitt sitt besta stef. Sérstaklega lagið The Orange Man. Samuel L. Jackson sem er snillingur leikur Elijah price fullkomnlega, Bruce Willis sem leikur oftast sama hlutverkið fær eitthvað ferskt eins og í Sixth Sense og leikur frábærlega. Unbreakable fókusar á mannlegu hlið ofurhetja. Ofurhetjur verja hina saklausu með að drepa hinu illu, Unbreakable hefur eitt geðveikt atriði sem sýnir að ofurhetjum finnst alls ekkert gaman að drepa. Það var eftirminnalegasta við myndina þar sem Bruce Willis er bjargað af krökkunum úr lauginni og fer svo inn í húsið og kyrkir árásarmannin til dauða í einu skoti. Þar kom lagið Orange Man við. Árásarmaðurinn var að berjast fyrir líf sitt en Willis sleppti honum aldrei og eftir heila mínútu allt í einu skoti þá drepst maðurinn. Það er heilmargt á bakvið senuna, ef þú hefur ekki séð myndina. Ég er einn af þeim sem finnst Unbreakable fábær mynd og gef henni 3,5 af 4 stjörnum. Ein besta mynd 2000.
SIGNS
Ég sá Signs í bíói ágúst 2002 og fannst hún snilld. Ég var þá orðinn nokkuð mikið dyggur aðdáðandi Shymalans.
Signs hafði allt sem hinar myndirnar höfðu en Signs var helvíti spennandi. Allt til að gera myndina ógnvekjandi og spennandi heppnaðist og svínvirkaði á mig. En eins og Unbreakable voru margir sem hötuðu Signs sem ég skil ekki heldur. Signs sem hefur frábæran leik, geðveika kvikmyndatöku, meira af snilldar-tónlist eftir James Newton Howard og óða leikstjórn er talin vera crap hjá mörgum. Eins og hinar myndirnar gef ég Signs 3,5 af 4 stjörnur. Ein besta mynd 2002.
VILLAGE
Því miður þá er Village að mínu mati misheppnaðasta mynd Shymalans. Eftir Signs var ég fullviss um að Village myndi rúla en ég var mjög vonsvikinn. Allt við tæknilegu gerð myndarinnar er mjög gott, leikurinn er góður og leikstjórnin er góð. En handritið klikkaði algerlega. Sagan og handritið virkaði ekki, myndin hafði alls engin áhrif a mig fyrir utan tvö moment. Afar vonsvikinn með Village en ég er fullviss um að Shymalan hefur ekki misst það og á eftir að gera snilldarmíd framtýðinni. Village fær 2 af 4 stjörnur.
SIXTH SENSE 3,5/4
UNBREAKABLE 3,5/4
SIGNS 3,5/4
VILLAGE 2/4
Er einhver sammála eða vill koma með athugasemdir?