Robert De Niro
17. ágúst, 1943
Robert hefur aldrei verið neinn af þeim Hollywood leikurum sem fá margar milljónir fyrir hverja mynd, en annað hefur hann.. virðingu og hana sko mikla. Mér finnst þessi leikari vera himneskur. Hann er einnig þekktur fyrir það að þegar hann fær hlutverk þá lifir hann sig inn í þau, líkt og Anthony Hopkins.
Flest hlutverk hans byggjast á ofbeldi, hann leikur í langflestum tilfellum ofbeldisfulla kalla sem drepa allt og alla. En hann hefur reynt fyrir sér í gamanmyndum, “Meet The Parents” og “Analyze This”. Langfrægasta mynd hans er örugglega “The Deer Hunter”, þar lék hann á móti Christopher Walken.
Myndin sem gerði Niro frægan var “Mean Streets”, þar lék hann á móti Harvey Keitel (sem er ekkert verri leikari) og myndinni var leikstýrt af Martin Scorsese. Meirihlutinn af myndum Niros eru leikstýrðar af Scorsese, og sem áður byggjast á ofbeldi. Einnig er hægt að segja að Martin Scorsese hafi verið maðurinn sem kom Niro á kortið, Raging Bull þar sem Robert fékk Óskarinn, Taxi Driver, Mean Streets og svo Cape Fear sem var kannski ekki eins vinsæl og hinar, þar lék hann hrikalegan nauðgara á móti Nick Nolte og Jessica Lange. Persónulega finnst mér Backdraft vera snilldarmynd en því miður átti Niro ekki stórt hlutverk í henni, frábær mynd. Ronin var einnig þokkaleg mynd, þar lék hann einhvers konar ex-agent af einhverju tagi á móti hinum frábæra Jean Reno. Flawless er gjörsamlega misheppnuð mynd, þar lék hann löggu sem þoldi ekki nágranna sinn sem var klæðskiptingur. Sleepers var.. ég kláraði ekki að horfa á hana um daginn en er nokkuð viss um að það er góð mynd, þar lék hann með Brad Pitt og fleirum. Awakenings var mjög góð mynd að mínu mati, þar lék hann mann með einhvers konar sjúkdóm og Robin Williams var læknirinn sem náði góðu sambandi við hann. The Untouchables lék hann eins og vanalega ofbeldissjúkan mafíuforingja, á móti Sean Connery, Kevin Costner og fleirum. Í Wag the Dog var hann einhvers konar ráðgjafi forsetans eftir að forsetinn hafði komið sér í einhvers konar kynlífshneyksli. Heat er brilliant mynd, þar lék hann glæpamann á móti Al Pacino. Í Marvin's Room lék hann læknir með Leonardo DiCaprio og fleiri leikkonum..
Þarna var ég að tala um frægustu myndirnar hans Roberts De Niro. Maður þarf að fara að sjá þessar gömlu frægu, Mean Streets, Godfather.. en mest af öllum langar mig að sjá The Deer Hunter.
Kærar þakkir,
sigzi