Ég ætla þessu sinni að skrifa um hina frábæru mynd Steven Spielbergs Saving Private Ryan sem má segja að hafi fengið heiminn til þess að muna!
Sagan, sem er sögð er frá sjónarhorni lítillar bandarískrar hersveitar, hefts á innrásinni í Omaha í Normandy (Dog 1) þar sem um 2400 bandarískrir hermenn og 1200 Þjóðverjar féllu, en gerist eftir það inní landinu þar sem nokkrum mönnum hefur verið falið hættulegt sérverkefni.
Captain John Miller (Tom Hanks) verður að fara með 8 manna sveit sína til þess að bjarga hermanni að nafni, Private James Frances Ryan sem hefur misst 3 bræður sína í stríðinnu og hefur far heim til móður sinnar. Til þess að geta náð í Ryan þá þarf Miller að fara með menn sína inn fyrir víglínunna og hætta lífi sínu og um leið þá eru þeir að spyrja sig af hverju að fórna átta lífum fyrir eitt. Og svo um leið og þeir koma yfir víglínunna eru þeir umkringdir óvinum og hættum sem munu bíða eftir þeim í þessu grimma miskunarlausa stríði.
Myndin er rosalega góð, myndatakan, leikstjórn, leikarar, handritið og hljóðið er rosalega vel unnið og er næst meistaraverki sem hægt er og í sjálfu sér má segja að myndin hafi opnað augu fólks fyrir stríðinnu og hættunni sem í stríðinnu var.
Myndin hefur hlotið fádæma lof gagnrýnenda og áhorfenda um allan heim og haft afgerandi og varanleg áhrif á fólk.
Myndin hlaut ellefu Óskars tilnefningar árið 1998 og fékk að lokum fimm:
Besta Mynd
Leikstjórn *
Leikari - Tom Hanks
Myndataka - Janusz Kaminski *
Klipping - Michael Kahn *
Hljóð vinnsla *
Hljóð *
Besta sviðsstjórn
Tónlist - John William's
Förðun
Upprunalegt handrit - Robert Rodat
Meira en 70 gagnrýnendur völdu hana bestu mynd ársins
Meira en 160 völdu hana sem eina af 10 bestu myndum ársins
Leikstjóri: Steven Spielberg
Leikarar:
Tom Hanks
Edward Burns
Matt Damon
Tom Sizemore
Minn dómur: * * * * af * * * *
- Endilega skrifið ykkar álit á þessari frábæru mynd! -
Í mannskæðasta landgöngu sögunnar fá 8 menn
hættulegasta verkefnið; að bjarga lífi eins manns.
IndyJones