höfundurinn var ekki búinn að fara á hana. Nú, ég fór á
forsýninguna síðasta föstudag (þennan langa) og hér kemur
mitt álit.
Á heildina litið var þetta fín mynd, en hún minnti mig á allar
hinar stríðsmyndirnar sem Hollywood hefur gert á síðustu
árum, sérstaklega Saving Private Ryan. Þá meina ég að
bardagaatriðin voru lík. Soldið splatter og kvikmyndatakan
bergmálaði soldið Ryan gamla. En semsagt, þá fjallar
myndin um Vassili Zaitsev (Jude Law) sem er leyniskytta í
rússneska hernum og er í Stalíngrad að verjast her
Hitlersmanna. Hann er náttúrlega langbesta leyniskyttan og
Þjóðverjar senda aðra leyniskyttu (Ed Harris) til að kála
honum. Inn í þetta fléttast svo stríðið, smá rómantík og átök
milli vina því Vassili og vinur hans (Joseph Fiennes) verða
ástfangnir af sömu stelpunni.
Sviðsmyndin er mjög flott og mér fannst ágætt hvernig þeir
leystu úr tungumálaerfiðleikunum, því allir leikararnir töluðu
náttúrlega ensku (þótt þeir hafi auðvitað átt að vera Rússar)
en allt ritmál var á rússnesku s.s. öll blöð og allt sem
leikararnir skrifuðu. Ég hélt líka alveg athygli og áhuga
myndina í gegn, en ekki búast við neinni Snilldarmynd með
stóru essi. Ég vil gefa henni svona 2 og 1/4 úr stjörnu af
fjórum.
Þar hafið þið það
refu
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil