Ég ætla þessu sinni að skrifa grein um uppáhaldleikarann minn, Harrison Ford.

Harrison Ford fæddist í Chicago árið 1942. Faðir hans var írskur en móðir hans er rússnenskur gyðingur.
Ford gekk mjög illa í skóla og rétt smaug inní framhaldsskóla og kynntist fyrri konunni sinni , Mary Marquardt og kvædist henni árið 1964. Nokkrum mánuðum seinna hætti í skólanum og gerðist húsasmiður. Hann reyndi að lifa í leikara heiminum en það reyndinst erfitt svo að hann snéri sér alfarið að húsasmíði. Nokkrum árum seinna var hann að gera við dyr hjá leikstjóra að nafni George Lucas og þeir urðu góðir vinir, nokkrum mánuðum seinna bauð hann honum smáhlutverki í mynd sem bar nafnið American Graffiti þar sem Ford átti að leika svalan bílakeppnis mann frá Texas. George Lucas fékk góðan vin sinn, Francis Ford Coppola til þess að redda Ford hlutverki í mynd sem bar nafnið The Conversion. Hann lék í myndinni smáhlutverki sem boðsendil. Þremur árum seinna hringdi George Lucas í hann og bauð honum að leika í geimmynd sem bar nafnið Star Wars og hún varð rosalega vinsæl eins og flestir vita.
Tveimur árum seinna bauð Francis Ford Coppola honum að leika í nýust mynd sinni sem bar nafnið, Apocalypse Now og hún naut einnig nokkura vinsælda en var ekki jafn vinsæl og fyrri Coppola myndin The Conversion.
Það sama ár skildi hann við Mary Marquardt en þau eignuðust tvo syni.
Árið eftir lék hann í framhaldinu af Star Wars, Empire Strike Back sem naut einnig mikilla vinsælda en ekki jafn mikilla og fyrri myndin.
Árið eftir hringdi Lucas aftur í Ford og bauð honum hlutverki í B-mynd sem Steven Spielberg (sem hafði þá leikstýrt meistaraverkinu Jaws) bar nafnið Raiders en seinna var því breytt í Raiders of the Lost Ark. Myndin reyndist ekki vera b-mynd því að hún var gerð fyrir $20 milljónir og halaði inn $ 380 milljónir um allan heim og heillaði unga sem aldraða. Árið eftir(1982)lék hann í geimtryllinum Blade Runner og varð um leið cult-mynd.
Árið eftir giftist hann Melissa Mathison en hann hafði kynnst henni þegar hún sá um handritið fyrir einni bestu mynd Spielberg, E.T. the Extra Terrestrial en Ford lék í E.T.en svo var það klippt úr myndinni áður enn hún kom í bíó. Það sama ár lék hann í þriðju Star Wars myndinni, Return of the Jedi.
1984 lék hann síðann í framhaldinu af Raiders en hún hét Indiana Jones and the Temple of Doom og varð mjög vinsæl. Svo var það ekki fyrr en 1988 sem hann var fyrst tilnefndur til Óskars fyrir leik sinn, en hann var tilnefndur fyrir Witness en því miður fékk hann ekki Óskarinn.
Árið seinna lék hann í Indiana Jones and the Last Crusade og var einnig mjög vinsæl eins og flestar myndir Ford´s.
Svo árið 1993 lék hann í henni fantagóðu The Fugitive sem var tilnefnd til nokkura Óskarsverðlauna þar á meðal besta mynd og leikari í aukahlutverki.
Síðan var frekar lítið að gerast hjá Ford en hann lék í nokkrum góðum myndum einsog ; Clear and Present Danger sem var framhaldið af ágætis spennu mynd sem Ford lék í árið 1992 og heitir, Patriot Games, Sabrina, 6 Days, 7 Nights sem var ágætis grínmynd og svo kom in hörmulega Random Hearts árið 1999.

Mér fannst nokkurn veginn endurkoma Fords með What Lies Beneath sem Robert Zemeckis leikstýrði og vona að næsta mynd hans, K-19: The Widowmaker eigi eftir að vera góð. Og svo vona ég auðvitað að Indy 4 verði gerð innan nokkura ára!

Hér hef getur þú séð myndirnar sem Harrison Ford hefur leikið í :

K-19: The Widowmaker

What Lies Beneath (2000)
Random Hearts (1999)
Six Days Seven Nights (1998)
Air Force One (1997)
Devil's Own, The (1997)
Sabrina (1995)
Jimmy Hollywood (1994)
Clear and Present Danger (1994)
Fugitive, The (1993)
Patriot Games (1992)
Regarding Henry (1991)
Presumed Innocent (1990)
Indiana Jones and the Last Crusade (1989)
Frantic (1988)
Working Girl (1988)
Mosquito Coast, The (1986)
Witness (1985)
Indiana Jones and the Temple of Doom (1984)
Star Wars: Episode VI - Return of the Jedi (1983)
E.T. the Extra Terrestrial
Blade Runner (1982)
Raiders of the Lost Ark (1981)
Star Wars: Episode V - The Empire Strikes Back (1980)
More American Graffiti (1979)
Hanover Street (1979)
Frisco Kid, The (1979)
Apocalypse Now (1979)
Force 10 from Navarone (1978)
Heroes (1977)
Star Wars (1977)
Conversation, The (1974)
American Graffiti (1973)
Getting Straight (1970)
Zabriskie Point (1970)
Journey to Shiloh (1968)
Luv (1967)
Time for Killing, A (1967)
Dead Heat on a Merry-Go-Round (1966)

Kærar þakkir,
IndyJones