Marvel, nokkrum mínútum eftir að Fox ákærði þá, ákváðu að fá dóm frá réttinum um að þeir væru ekki að troða Fox um tær.
Rök Fox eru að Mutant X gæti haft áhrif á vinsældir X-men framhaldsins. Sem er þannig séð, möguleiki. Ef serían sýgur þá gæti það haft neikvæð áhrif á fólk.
Marvel segir aftur á móti að þeir hafi ekki selt rétt sinn á að gera þætti byggða á X-Men og bæta við að Mutant X eigi ekkert skylt með X-Men nema það að það séu Mutants í báðum tilfellum. Mismunandi persónur eru í báðum seríum og eru þær víst allt öðruvísi í Mutant X.
Það á að byrja tökur á Mutant X, fjóðra júní, ef allt gengur vel. Fyrirfram sala á seríunni er búin að ganga vel og þess vegna mikið tap ef dómurinn verður Fox í vil.
[------------------------------------]