Hvað er að gerast með kvikmyndagerð í dag? Öll tæknivinna er að verða óaðfinnaleg og útlit mynda er farið að skipta miklu máli, sem er kannski allt í lagi. Hins vegar er handritagerð í allgjöru rústi, þetta segi ég vegna þess að það koma fram endalaus dæmi um púraða græðgi og hugmyndaleysi í formi þessara bölvaðra framhaldsmynda. Gott dæmi er Spy Kids, sem þénaði mikið í Bandaríkjunum og er strax búið að ákveða að gera framhald hennar, hmm gæti það verið að hagnaður hennar hafi haft einhver áhrif á það. Ég veit allveg að kvikmyndafólk er að reyna að græða sína peninga eins og allir aðrir á þessari blessuðu jörð og það er allt í lagi maður skilur það allveg. Ég held nú samt að fleiri borgi sig inn á frumlegar myndir heldur en einhverja mynd með útúrkreist plott sem allir eru búnir að fá nóg af. Sumar myndir eiga líka að fá að vera í friði(þ.e.a.s ekki gera framhald af henni). Ég persónulega hefði viljað sjá bara eins Jurassic Park mynd og eina Scream mynd( þótt hún hafi kannski ekki verið neitt rosalega góð). Það eru samt auðvitað til dæmi um betri framhaldsmyndir( T2) en þau eru samt í miklum minnihluta. Afhverju geta þessir menn ekki bara hætt á toppnum? ef það verður að gera framhaldsmynd þá á það að vera vegna þess að það þjónar sögunni eða karakterunum, ekki bara til að græða aðeins meiri peninga. Ég sem neytandi er á móti þessari fjöldaframleiðslu á kvikmyndum( sem mér finnst svo gaman af). Ef að þessir framleiðendur hafa léleg handrit í höndum þá eiga þeir að leita aðeins betur og þá gætu þeir fundið gullnámu( mynd sem er frumleg og skemmtileg og skilur mann eftir með bros á vör þegar maður yfirgefur bíóhúsið).
Hvað finnst ykkur um þessa þróun? og endilega komið með fleiri dæmi um hvaða myndir átti ekki að gera framhald af.
-cactuz
devoted moviefan