Hérna er hún.. Gone with the Wind..
Myndin er tekjuhæsta mynd allra tíma, enda sópaði hún að sér u.þ.b. 1 milljarð dollara, en fyrir þá sem eru hrifnir af tölum, 1.000.000.000 $, svona útkoma er mikið áhrifaríkari en 1 milljarður. Myndina skartar Clark Gable og Viven Leigh.
Ekki nóg með að myndin hafi grætt svoldin pening, þá fékk hún líka helling af Óskurum:
Besta leikkonan - Viven Leigh
Besta leikkona í aukahlutverki - Hattie McDaniel
Besta handritið
Besti leikstjóri - Victor Fleming
Besta myndin
Besta klippingin
Besta listræna stjórnun
Besta kvikmyndastjórnun
Alls 8 Óskarar.. ekki slæmt
En það er alls ekki öruggt að ef þessi mynd yrði endurgerð, alveg sama myndin.. bara myndi koma árið 2001, þá eru mjög litlar, eða nánast engar líkur á því að myndin yrði jafnvinsæl og 1939.. bara einfaldlega útaf því að kvikmyndir voru eitthvað nýtt þarna á þessum tíma og allir urðu að fara í bíó, þá var það “must” (ekki það að það sé ekki Þannig lengur :)
Myndin halaði inn u.þ.b. 200.000 $ á þessum tíma, ástæða.. miðinn kostaði ca. 2 sent.. en núna ca. $10. Þannig að margt hefur breyst síðan.
- en ég ætla að vona að ég verði ekki skammaður aftur fyrir rangupplýsingar, fyrir þá sem hins vegar láta sér ekki þetta duga fara á www.reel.com og finna þetta þar…
Ég hef ekki sjálfur séð þessa mynd en myndi ekkert sleppa því ef ég fengi tækifæri…
sigzi