A guy once told me, “Do not have any attachments, do not have anything in your life you are not willing to walk out on in 30 seconds flat if you spot the heat around the corner.”
Þetta er án efa flottasta setningin í hinni frábæru Heat sem ég ætla að skifa um þessa vikunna.
Neil McCauley(Robert DeNiro) er bráðsnjall atvinnuþjófur, hann hefur ásamt mönnum sínum, Chris(Val Kilmer), Michael (Tom Sizemore) og Nate(Jon Voight) rænt banka og brynvarðabíla svo þúsundum skipti á mjög kunnáttusamlegan og hátæknilegan hátt víðs vegar um L.A. Kunnátta þeirra í þessum ránum felst ekki eingöngu í því hvernig þeir skilja ekki eftir sig nein spor sem geta komið upp um þá og því síður getur löggan ekki sannað eitt né neitt.
Vincent Hanna (Al Pacino) er rannsóknarmaðurlögreglumaður í rán- og morðdeild L.A. Einkalíf hans er í rúst enda kemst ekkert annað að í huga hans en starfið. En hann er ekki síður snjall en McCauley og með hjálp manna sinna og fyrrverandi félaga í hópnum í borginni tekst honum smám saman að þrengja netið í kringum McCauley og ránfélaga hans. Áður en langt um líður verður ljóst að leiðir þessa ólíku manna eiga eftir að liggja saman.
Til uppgjörðs hlýtur að koma, uppgjör sem fáir eiga eftir að lifa af.
Þetta er plot í myndinni.
Það eru mjög fá orð sem er hægt að lýsa þessari mynd með nema að hún sé brilliant!
Samtöl, persónur, leikstjórn, leikarar og sagan er varla hægt að lýsa nema með orðunum hér fyrir ofan!
Ég hef persónulega séð þessa mynd sjö til átta sinnum og mun horfa á hana oftar!
Minn dómur :
Dómar:
Empire: * * * * * af * * * * *
Kvikmyndir.is : * * * 1/2 af * * * *
Maltin: * * * 1/2 af * * * *
Roger Ebert : * * * 1/2 af * * * *
“Awesome. Truly epic. An masterpiece. Wholly original.”
- Time, Richard Schickel
Skemmtilegir punktar:
Heat er byggð á fyrri mynd Michael Mann, L.A. Takedown sem er TV mynd og það er hægt að kaupa hana á DVD í BT á 990 kr.
Leikarar:
Robert DeNiro
Al Pacino
Val Kilmer
Tom Sizemore
Jon Voight
IndyJones
Endilega skrifið ykkar álit á Heat!
A guy once told me, “Do not have any attachments, do not have anything in your life you are not willing to walk out on in 30 seconds flat if you spot the heat around the corner.”