Tæknibrellur eru stór hluti af bíómyndum, annað mál er hvort þær heppnist eins og ætlast er til.
T.d. finnst mér tæknibrellurnar í Perfect Storm alveg hörmulegar, öldurnar eru svo fake !!
En það er annað mál þegar talað er um Hollow Man, vá það eru sko tæknibrellur sem rokka!!
Matrix brellurnar voru svo ótrúlegar að ég vissi ekki að þetta væru tæknibrellur.. :)
Þegar Star Wars kom út þá voru tæknibrellurnar þar algjört “brakethrough” í kvikmynda- og tæknibrellubransanum, það væri nú gaman að sjá brellurnar úr ,,Ben Húr“ og hljæja að þeim, en það má ekki gleyma að þetta var ger fyrir 60-70 árum og brellurnar voru bylting á þessum tíma, en núna getur Dalai Lama gert svona brellur. :) Einnig má þess geta að allar Star Wars myndirnar hafa fengið óskarinn fyrir bestu tæknibrellurnar nema Phantom Menace..
Gladiator er mjög gott dæmi um brellur sem breyta umhverfinu, endurbyggð hús, Collouseum.
Ég hélt t.d. að þeir hefðu endurreist Collouseum aftur (svoldið ótrúlegt). En þannig brellur plata mann svoldið. Þannig brellur eru reyndar í langflestum myndum, þær eru alveg nauðsynlegar
Svona ”3d studio max" brellur eru gerðar með formi eins og í Toy Story, í 3d Studio MAX kannski.
En þannig brellur eru alls ráðandi í Hollow Man, og reyndar er ég svoldið fúll með að Hollow Man skyldi ekki hafa fengið Óskarinn fyrir bestu tæknibrellurnar, þá hafa dómararnir verið að leita eftir brellum sem eru allsráðandi í Gladiator. En samt svoldið skrýtið.. Matrix fékk Óskarinn í fyrra fyrir bestu brellurnar.. en það voru bæði sjón- og tæknibrellur. Mig minnir að Matrix hafi verið 95% tölvubrellur, eða mig minnir það eftir að hafa horft á einhvern þátt um gerð Matrix. úff, þvílík vinna að gera Matrix mar'..
Fólkið bak við tæknibrellurnar eru ekkert sérstaklega þekktir, allavega ekki hjá mér.
Maður vill bara fá brellurnar og ekkert með það, maður hugsar ekkert á fólkið bakvið þetta.
sigzi