Þetta er mynd sem ég hef beðið spenntur eftir. Fyrir þá sem hafa séð Nosferatu, eine Symphonie des Grauens þá eru þeir sennilega sammála mér. Aðalhlutverk eru hinir frábæru leikarar John Malkovich og Willem Dafoe. Myndin fjallar um þá sem gerðu myndina Nosferatu sem var gerð árið 1922. John Malkovich leikur F.W Murnau sem leikstýrði Nosferatu og sagan segir að hann hafi viljað hafa hana sem raunverulegasta og ráðið til sín Vampíruna Max Schreck til að leika Count Orlok í myndinni sinni og lofar honum hálsinn á Gretu Schroeder aðalleikkonuni eftir myndina. Willem Dafoe leikur hr. Schreck. En svo fer fólk að hverfa úr kvikmyndatökuliðinu og upp koma deilur.
Kannski finnst fólki þetta svolítið ruglingslegt. =)