
Fyrra var mjög góð en ég er nú ekki viss hvernig þessi verður…. Michael Douglas leikur ekki í henni (sem er mjög stór mínus) en Stone hefur nú samþykkt að leika.
Basic Instinct 2 á að gerast nokkrum árum eftir sambandi Catherine (Stone) við lögreglumanninn Nick Curran (Douglas). Hún er flutt til New York til að halda áfram starfsferli sínum sem rithöfundur. Eftir dauða kærasta hennar er Catherine ákærð fyrir morð á honum. Geðlæknirinn Andrew Glass er ráðinn til að meta geðheilsu hennar og á milli þeirra hefst ofsafullt ástarsamband sem á eftir að leiða til afhjúpunar á fortíð þeirra beggja.
Rosalegur söguþráður….. en á þetta ekki bara eftir að vera enn ein framhaldsmyndin sem á eftir að falla ? Hvað haldið þið ?