Antitrust m. Tim Robbins & Ryan Phillippe Antitrust fjallar um forritara sem fær vinnu hjá aðalfyrirtækinu í tæknigeiranum í Bandaríkjunum. Þegar hann fer að grafast fyrir um hvaða bútar úr forritum sem hann er að nota koma kermur ýmislegt misjafnt í ljós um eiganda fyrirtækisins sem er svona Bill Gates týpa bara ýktari. Ryan Phillippe leikur forritaran og Tim Robbins leikur eigandan sem hefur ýmislegt að fela.
Þetta er skemmtileg mynd og fullt af fínum hugmyndum í henni um tölvubransan. Ef að þú fílaðir Pirates of Silicone Valley þá áttu eftir að fíla þessa vel.
Ryan Phillippe skilar hlutverki sínu ágætlega og er svo sem sannfærandi en þetta hlutverk bíður ekki uppá neitt fyrir hann. Hann var mun betri í Cruel Intentions, sem var reyndar hreint frábær mynd.
Tim Robbins er líka bara ágætur. Hann er reyndar flottur sem þessi “tölvugeek sem á fullt af peningum” týpa.

Þegar öllu er á botnin hvolft fær þessi mynd 2 1/2 stjörnu hjá mér. Skemmtilega mynd sem þið skuluð sjá þegar hún kemur í sumar.

Xavie