Eitt skil ég ekki, sem er kannski ekki skrítið. Afhverju erum við Íslendingar ekki komnir lengra í þessari DVD þróun?
Við erum ein tæknivæddasta þjóð í heimi, samt höldum við áfram að leigja þessar fornaldar ræmuhrúgur sem sjaldnast halda gæðum í meira en 3 afspilanir?
Mér finnst að tilboð, framboð og eftirspurn á DVD titlum og tækjum, trylltum tólum (og þá ekki Multiple Angle Jenna Jamesson USB tæki) sé ekki nægt.
Ég er tæknifrík, samt hefur mér ekki tekist að komast upp á lagið með þetta.
Eitt er hinsvegar víst! Þegar X-Files og Muppet Show seríurnar í heild sinni kemur út á DVD þarf meira en sveittan fíl á lóðarí til að stoppa mig!!