Vonandi eru margir sem fylgjast með The Sopranos sem eru sýndir á stöð 1 á mánudagskvöldum. Stöð 2 tóku nýlega að sýna þætti frá HBO sem eru Sopranos og Sex and The City og kannski fleiri. Þættirnir fjalla um líf Mafíuforingja og fjölskyldu hans í New Jersey. Tony Soprano heitir aðalpersónan og er hann hjá sálfræðingi útaf stressi og vandamálum.
Aðalhlutverk leika James Gandolfini sem hefur leikið í myndum á borð við Crimson Tide, Fallen og 8mm. Svo leikur líka Lorraine Bracco sem lék í Goodfellas og svo eru fleiri þekkt andlit sem sést hafa í Mafíumyndum. Þessir þættir eru hreint frábærir og í þeim sést bæði nekt og blóð sem er skrýtið miðað við ameríska staðla. Nú hef ég fylgst með meirihluta þáttana og er stöð 1 komið á seríu 2.