Áður en menn hlaupa til og kaupa sé dvd mynd þá eru nokkrir hlutir sem þarf að athuga fyrst.

1. Er myndin klippt til af breska kvikmynda eftirlitinu? Athugið, þetta á aðeins við um myndir
í Evrópu. Ef þú kaupir mynd frá Bandaríkjunum þá eru næstum því engar líkur á að fá mynd sem
er ekki eins og útgáfan sem þú sást hér heima í bíó.

2. Er myndin á einni hlið eða tveimur? Er efni disksins dreift á einn eða
fleiri diska?

3. Er myndin widescreen. Sumir vilja widescreen, sumir ekki. Ekki er hægt að segja fólki hvað
það vill en staðreyndin er sú að það er mun skemmtilegra að horfa á myndir í widescreen heldur en
í 4:3. Og ef myndin er í widescreen þá verður hún að vera anamorphic, þetta atriði er aldrei hægt
að ítreka nægilega oft.

4. Er extrastöffið jafn gott og á bandríska/evrópska disknum. Ekki falla
fyrir því að diskur sé með meira stöffi. Hlutir eins og featurette og
isolated score er ekki nokkuð sem þú átt eftir að horfa á aftur. Íslensku texti í staðinn fyrir
featurette er STÓR kostur, sérstaklega í myndum sem byggja mikið á samræðum. Og kosturinn við
íslenska textann er sá að þú getur slökkt á honum.

5. Hvernig hulstri er diskurinn í
Til eru slatti af gerðum af hulstrum sem flest hafa sína kosti og
galla. Þú hefur sjaldan/aldrei möguleika á því að velja einhverja aðra
gerð. En eitt skaltu vita að ef þú skemmir Warner Snapper hulstrið þitt þá
er bara ein leið að laga það og það er að skanna inn hulstrið í tölvu og
prenta síðan aftur út á. Kaupa þér síðan hulstur af annari gerði og setja
síðan myndina inn í það hulstur.
Varast skal overgrown jewel case. Þessi hulstur eru ljót(að mínu mati)
og brotna alltaf á endanum, alltaf. Þessi hulstur hef ég ekki séð frá
Bandaríkjunum þannig að ef þú veist að myndin er til það þá skaltu alltaf
velja Bandarísku útgáfuna. alltaf. Ef þú veist ekki hvernig hulstur ég er að tala
um þá skaltu ímynda þér venjulegt tóndiskahulstur og lengja það á hæð um 70%.

6. Hvað segja review yfir myndgæði á disknum, eru til fleiri útgáfur af
myndinni

7. Mundu eitt Pal er alltaf með betri upplausn heldur en NTSC. Það eru fleiri
rammar í NTSC en hverjum er ekki sama um nokkra auka ramma.


8. Og eitt að lokum, ehemm ekki kaupa myndir út í loftið. Ég hef gert það nokkrum sinnum
og verið ánægður með margar en ekki allar. Það er leiðinlegt að horfa á mynd í safninu sínu
sem einfaldlega passar ekki þar. Trúið mér ég hef gert þetta mörgum sinnum og það borgar sig
aldrei.

Takk fyrir
Spirou
Spirou Svalsson